Fótbolti

Þrefaldur klobbi og mark

Strákarnir í U-17 ára liði Serba skoruðu hreint ótrúlegt mark á dögunum gegn Moldavíu. Það mark kom beint af æfingasvæðinu eins og svo oft er sagt.

Útfærslan er reyndar svo svakaleg að það er með ólíkindum að einhverjum skuli hafa dottið í hug að þetta gæti gengið upp.

Það má alltaf reyna allt og stundum ber það árangur. Það sönnu Serbarnir ungu.

Markið kom eftir horn. Spyrnan fór í gegnum klof þriggja leikmanna liðsins og á mann sem skoraði með laglegu skoti.

Markið má sjá hér að ofan en það kemur þegar tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×