Fótbolti

Eiður Smári stóðst læknisskoðun hjá Cercle Brugge - kynntur á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur skrifað undir samning við belgíska félagið Cercle Brugge út þetta tímabil en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld. Eiður Smári hefur verið án félags undanfarna mánuði eða síðan að hann losnaði undan samningi við gríska félagið AEK Aþenu.

Cercle Brugge segir frá því á heimasíðu sinni að Eiður Smári hafi staðist læknisskoðun á Saint-Luc sjúkrahúsinu og skrifað undir samning til enda tímabilsins. Eiður Smári verður kynntur fyrir blaðamönnum í fyrramálið.

Eiður Smári hittir fyrir Arnar Þór Viðarsson hjá Cercle Brugge en þeir eru góðkunningjar síðan úr íslenska landsliðinu þar sem þeir léku marga landsleiki saman.

Cercle Brugge er í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar og þarf nauðsynlega að hjálp á halda enda aðeins með 4 stig og 7 mörk í fyrstu níu leikjunum. Framherjar liðsins hafa sem dæmi skorað samtals þrjú mörk í fyrstu níu umferðunum.

Eiður Smári bætir því Belgíu á ferilskránna en hann hefur spilað í efstu deild á Íslandi, í Hollandi, í Englandi, á Spáni, í Fraklandi og í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×