Enski boltinn

Moyes: Starf línuvarðarins að sjá þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, var spar á stóryrtar yfirlýsingar í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Newcastle í kvöld.

Victor Anichebe virtist hafa komið boltanum yfir línuna áður en Mark Williamson, leikmaður Newcastle, kom boltanum aftur frá markinu.

Moyes gekk á fund dómaranna eftir leik og sagði að þeir hefðu misst af tveimur löglegum mörkum í leiknum í kvöld. Annars vegar mark Anichebe og hins vegar hjá Marouane Fellaini, sem var dæmdur rangstæður þegar hann kom boltanum í markið.

„Ég ræddi við dómarana en lét samt ekki öllum illum látum. Hvað get ég gert í þessu. Við sipluðum mjög vel og hefðum átt að vinna þennan leik.“

„Það er erfitt að dæma um þetta en maður vonast til þess að línumaðurinn [aðstoðardómarinn] geti úrskurðað um hvort að boltinn hafi farið yfir línuna."

„Það er hans starf. Hann var með augun á þessu og maður skyldi ætla það að hann hefði séð þetta."

Anichebe skoraði þó stuttu síðar og virtist hafa tryggt Everton 2-1 sigur. En Demba Ba skoraði jöfnunarmark Newcastle rétt fyrir leikslok og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×