Enski boltinn

Owen búinn að semja við Stoke

Ekkert verður af því að Michael Owen gangi í raðir Liverpool því hann er búinn að skrifa undir samning við Stoke City.

Owen var án samnings en hann hafði undanfarin þrjú ár verið í herbúðum Man. Utd. Þar spilaði hann aðeins 52 leiki en skoraði þó 17 mörk.

Owen, sem orðinn er 32 ára, hefur áður leikið með Liverpool, Real Madrid og Newcastle. Hann á einnig 89 leiki að baki með enska landsliðinu.

Margir hafa efasemdir um þetta skref hjá Owen enda verður seint sagt að Stoke spili fótbolta sem henti honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×