Kornrækt verði margfölduð á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2012 19:00 Fjórfalda mætti kornrækt á Íslandi, að mati tilraunastjóra Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að ræktun korns hafi sjaldan verið jafn arðbær sem nú og telur að þarna liggi einhver bestu sóknarfæri íslenskra bænda. Kynbætur á byggi sem miða að því að fá sem sterkust afbrigði fyrir Ísland hafa verið lykillinn að stóraukinni kornrækt íslenskra bænda. Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri kornræktar, segir að engin kornrækt væri á Íslandi ef menn þyrftu að búa við þau afbrigði sem til voru fyrir 40 árum. Framfarir hefðu verið nokkuð jafnar allan þennan tíma, eða um 1% uppskeruauki á ári ásamt auknu öryggi. Jónatan telur að í kornrækt felist einhver mestu sóknarfæri landbúnaðarins. "Við getum fyrirhafnalaust tvöfaldað kornræktina og nýtt það til fóðurs. Við ættum að geta líka, með smátilfæringum, allt að því fjórfaldað hana," segir Jónatan í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá er hann fyrst og fremst að tala um byggrækt til að spara innkaup á erlendu skepnufóðri og sem lið í endurnýjun túna, en mælir líka með aukinni kornrækt til manneldis. Hluti íslenska byggsins sé þegar notað sem morgunkorn, brauðkorn og einnig til ölbruggunar. "Allt það er góðra gjalda vert og það er mjög gaman að þetta skuli vera hægt." Og Jónatan telur að ræktun korns á Íslandi hafi sjaldan verið arðsamari en nú en segir að menn verði að stilla fjárfestingu í hóf. "Eins og núna, þegar útlent korn er það dýrasta sem það hefur nokkurn tíma verið, og veðurfar hér og skilyrði til kornræktar það besta sem þau hafa verið, þá hlýtur íslensk kornrækt núna að standa vel að vígi." Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fjórfalda mætti kornrækt á Íslandi, að mati tilraunastjóra Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að ræktun korns hafi sjaldan verið jafn arðbær sem nú og telur að þarna liggi einhver bestu sóknarfæri íslenskra bænda. Kynbætur á byggi sem miða að því að fá sem sterkust afbrigði fyrir Ísland hafa verið lykillinn að stóraukinni kornrækt íslenskra bænda. Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri kornræktar, segir að engin kornrækt væri á Íslandi ef menn þyrftu að búa við þau afbrigði sem til voru fyrir 40 árum. Framfarir hefðu verið nokkuð jafnar allan þennan tíma, eða um 1% uppskeruauki á ári ásamt auknu öryggi. Jónatan telur að í kornrækt felist einhver mestu sóknarfæri landbúnaðarins. "Við getum fyrirhafnalaust tvöfaldað kornræktina og nýtt það til fóðurs. Við ættum að geta líka, með smátilfæringum, allt að því fjórfaldað hana," segir Jónatan í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá er hann fyrst og fremst að tala um byggrækt til að spara innkaup á erlendu skepnufóðri og sem lið í endurnýjun túna, en mælir líka með aukinni kornrækt til manneldis. Hluti íslenska byggsins sé þegar notað sem morgunkorn, brauðkorn og einnig til ölbruggunar. "Allt það er góðra gjalda vert og það er mjög gaman að þetta skuli vera hægt." Og Jónatan telur að ræktun korns á Íslandi hafi sjaldan verið arðsamari en nú en segir að menn verði að stilla fjárfestingu í hóf. "Eins og núna, þegar útlent korn er það dýrasta sem það hefur nokkurn tíma verið, og veðurfar hér og skilyrði til kornræktar það besta sem þau hafa verið, þá hlýtur íslensk kornrækt núna að standa vel að vígi."
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira