Fótbolti

Stuðningsmenn AIK vöktu leikmenn CSKA með látum

Stuðningsmenn AIK lögðu sitt af mörkum til þess að hjálpa liðinu að leggja CSKA Moskvu. Þeir vöktu leikmenn CSKA með miklum látum.

Klukkan 4.19 um nóttina hófust lætin með flautum og flugeldum sem meðal annars var skotið beint í hótelið. Einhver var reyndar ósáttur við það og öskrar mönnum að hætta að skjóta í sjálft hótelið.

Þeir voru einnig með neyðarblys í bland við almenn læti. Þessi læti féllu forráðamönnum AIK ekki í geð sem hafa fordæmt hegðunina. Lögreglan er einnig að reyna að hafa upp á þeim sem stóðu fyrir látunum.

Pontus Wernbloom, leikmaður CSKA, staðfesti að leikmenn liðsins hefðu vaknað en hefðu haldið ró sinni.

Lætin skiluðu síðan engu því CSKA vann leikinn, 0-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×