140 þúsund krónur í skólamáltíðir á ári Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2012 18:45 Skólamáltíðir í grunnskólum landsins kosta að meðaltali þrjú hundruð og áttatíu krónur á dag. Það gera yfir fimmtán þúsund krónur á mánuði fyrir fjölskyldu með tvö börn á grunnskólaaldri. Verð á máltíð er hæst á Álftanesi en lægst í Reykjavík. Kennsla hófst í grunnskólum landsins í gær. Skólabyrjun fylgja oft aukin útgjöld hjá heimilum við kaup á skólavörum, vetrarfötum og gæslu svo dæmi séu nefnd. Þá þurfa börnin að borða hádegismat og bjóða skólarnir flestir uppá heitan mat í hádeginu gegn gjaldi. Þetta gjald er hins vegar mjög misjafnt eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík er lægsta gjaldið, 310 krónur máltíðin og sama verð er í Mosfellsbæ. Á Seltjarnarnesi kostar skólamaturinn 385 krónur og í Kópavogi 395 krónur. Í Hafnarfirði hækkaði verðið um tuttugu og fimm krónur í haust og kostar nú máltíðin 400 krónur. Í Garðabæ er verðið 428 krónur. Álftanes er með hæsta verðið á skólamáltíðum eða 490 krónur. Þá kostar maturinn 350 krónur á Akureyri. Meðalverð á skólamáltíð í þessum sveitarfélögum er því tæpar 384 krónur eða 7680 krónur á mánuði. Fyrir fjölskyldu með tvö börn á grunnskólaaldri er heildarkostnaðurinn því orðinn fimmtán þúsund og þrjú hundruð og sextíu krónur á mánuði eða um 138 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Fyrirtækið Skólamatur ehf. sér um skólamáltíðir fyrir þrjátíu grunnskóla á suðvesturhorninu og gera þau þjónustusamninga við sveitarfélögin. Það er hins vegar mismunandi hversu mikið sveitarfélög niðurgreiða máltíðir til nemenda og eru það bæjarstjórnir eða borgarráð sem ákvarða það reglulega. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Skólamáltíðir í grunnskólum landsins kosta að meðaltali þrjú hundruð og áttatíu krónur á dag. Það gera yfir fimmtán þúsund krónur á mánuði fyrir fjölskyldu með tvö börn á grunnskólaaldri. Verð á máltíð er hæst á Álftanesi en lægst í Reykjavík. Kennsla hófst í grunnskólum landsins í gær. Skólabyrjun fylgja oft aukin útgjöld hjá heimilum við kaup á skólavörum, vetrarfötum og gæslu svo dæmi séu nefnd. Þá þurfa börnin að borða hádegismat og bjóða skólarnir flestir uppá heitan mat í hádeginu gegn gjaldi. Þetta gjald er hins vegar mjög misjafnt eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík er lægsta gjaldið, 310 krónur máltíðin og sama verð er í Mosfellsbæ. Á Seltjarnarnesi kostar skólamaturinn 385 krónur og í Kópavogi 395 krónur. Í Hafnarfirði hækkaði verðið um tuttugu og fimm krónur í haust og kostar nú máltíðin 400 krónur. Í Garðabæ er verðið 428 krónur. Álftanes er með hæsta verðið á skólamáltíðum eða 490 krónur. Þá kostar maturinn 350 krónur á Akureyri. Meðalverð á skólamáltíð í þessum sveitarfélögum er því tæpar 384 krónur eða 7680 krónur á mánuði. Fyrir fjölskyldu með tvö börn á grunnskólaaldri er heildarkostnaðurinn því orðinn fimmtán þúsund og þrjú hundruð og sextíu krónur á mánuði eða um 138 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Fyrirtækið Skólamatur ehf. sér um skólamáltíðir fyrir þrjátíu grunnskóla á suðvesturhorninu og gera þau þjónustusamninga við sveitarfélögin. Það er hins vegar mismunandi hversu mikið sveitarfélög niðurgreiða máltíðir til nemenda og eru það bæjarstjórnir eða borgarráð sem ákvarða það reglulega.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira