Michu sá um Arsenal og Liverpool vann | Úrslit dagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2012 01:20 Theo Walcott, liðsmaður Arsenal, trúir ekki sínum eigin augum. Nordicphotos/Getty Spánverjinn Michu stal sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Swansea vann útisigur á Arsenal. Liverpool vann eins marks sigur á Southampton og Manchester City og Everton skildu jöfn 1-1. Umfjöllun um leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.Manchester City 1-1 Everton 0-1 Fellaini (33.), 1-1 Carlos Tevez, víti (43.) Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en færin voru af skornum skammti. Marouane Fellaini kom gestunum yfir á 33. mínútu. Joe Hart varði fyrst frá Belganum sem fylgdi sjálfur á eftir og kom bláklæddum gestunum yfir. Tíu mínútum síðar gerði Belginn sig sekan um slæm mistök þegar hann braut á Edin Dzeko innan teigs. Vítaspyrna var dæmd og Carlos Tevez, sem var í byrjunarliði City á nýjan leik, skoraði af öryggi úr spyrnunni. Bæði lið fengu þokkaleg færi til að tryggja sér sigurinn í síðari hálfleik en urðu að sættast á skiptan hlut. Manchester City komst upp að hlið grannanna í United í toppsæti deildarinnar með 33 stig. City hefur betri markatölu en United á leik til góða gegn Reading síðar í dag. Liverpool 1-0 SouthamptonMarkaskoraranum Daniel Agger var vel fagnað í dag.Nordicphotos/Getty1-0 Daniel Agger (43.) Liverpool réð ferðinni á Anfield og fékk tréverkið á marki Dýrlinganna að finna fyrir skothörku heimamanna. Jonjo Shelvey átti bylmingsskot í stöngina eftir um hálftímaleik og tíu mínútum síðar skaut Luis Suarez í þverslána úr aukaspyrnu. Á markamínútunni tókst liðsmönnum Liverpool loksins að brjóta múrinn. Þá skoraði miðvörðurinn Daniel Agger með fallegum skalla. Rickie Lambert átti hörkuskot af 45 metra færi skömmu síðar en Pepe Reina varði vel í marki heimamanna sem leiddu í hálfleik. Liverpool fékk færi til að bæta við mörkum í síðari hálfleik en eins marks sigur staðreynd. Liverpool fór upp í 11. sæti deildarinnar. Liðið hefur 19 stig en Southampton hefur 12 stig í 18. sætinu. Arsenal 0-2 SwanseaMichu er markahæstur í deildinni ásamt Luis Suarez með tíu mörk.Nordicphotos/Getty0-1 Michu (87.) 0-2 Michu (91.) Swansea vann óvæntan sigur á Arsenal en liðin mættust á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Leikurinn olli töluverðum vonbrigðum enda tvö lið sem eru þekkt fyrir að spila fallega knattspyrnu. Færi voru fá en Svanirnir skoruðu tvívegis undir lokin og tryggðu sér sigur. Spænski miðjumaðurinn Michu var enn á ný í sviðsljósinu. Í bæði skiptin slapp Michu einn inn fyrir vörn heimamanna og kláraði færin af stakri snilld. Með sigrinum skaust Swansea upp fyrir Arsenal. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með 23 stig en Arsenal hefur 21 stig í 10. sæti. Michu hefur nú skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafnmörg og Luis Suarez sem tókst ekki að skora í sigri Liverpool í dag. Fulham - TottenhamLiðsmenn Tottenham fögnuðu Sandro vel.Nordicphotos/Getty0-1 Sandro (56.). 0-2 Jermain Defoe 0-3 Jermain Defoe (77.) Tottenham vann góðan útisigur á Fulham á Craven Cottage. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Brasilíumaðurinn Sandro gestunum yfir með flottu skoti langt utan af velli. Dimitar Berbatov og clint Dempsey mættu sínum fyrri félögum en það voru Dempsey og félagar frá Norður-London sem höfðu betur. Jermain Defoe skoraði tvö mörk með skömmu millibili stundarfjórðungi fyrir leikslok, það síðara eftir fallega sendingu Dempsey. Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður hjá Tottenham fyrir Gareth Bale í síðari hálfleik. Gylfi átti fína innkomu hjá Tottenham og lagði upp fyrra mark Defoe. Athygli vakti þegar Bale fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir leikaraskap. Þetta er annar leikurinn í röð sem Walesverjinn er áminntur fyrir leikræn tilþrif. Tottenham varð fyrir áfalli eftir stundarfjórðung þegar fyrirliði liðsins og miðvörður, Michael Dawson, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. William Gallas kom inn á í stað Dawson. West Brom 0-1 Stoke 0-1 Dean Whitehead (75.) Stoke vann sjaldséðan útisigur þegar liðið sótti West Brom heim. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Dean Whitehead var þá mættur á teiginn og sendi boltann í netið eftir góðan undirbúning Kenwyne Jones og Michael Kightly. West Brom hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir frábæra byrjun. Liðið er í fimmta sæti með lakari markamun en Tottenham sem skaust upp í fjórða sætið með sigri á Fulham.QPR - Aston Villa 0-1 Brett Holman (8.) 1-1 Jamie Mackie (18.) Ástralinn Brett Holman kom gestunum frá Birmingham yfir eftir tíu mínútur. Holman átti þá gott vinstri fótar skot utan teigs sem Robert Green tókst ekki að verja þó hann hefði hönd á bolta. Heimamenn jöfnuðu metin tíu mínútum síðar þegar Jamie Mackie, landsliðsmaður Skota, skoraði með fallegum skalla. Clint Hill komst nálægt því að tryggja QPR sinn fyrsta sigur á tímabilinu en skalli hans skömmu fyrir leikslok small í þverslánni.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Spánverjinn Michu stal sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Swansea vann útisigur á Arsenal. Liverpool vann eins marks sigur á Southampton og Manchester City og Everton skildu jöfn 1-1. Umfjöllun um leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.Manchester City 1-1 Everton 0-1 Fellaini (33.), 1-1 Carlos Tevez, víti (43.) Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en færin voru af skornum skammti. Marouane Fellaini kom gestunum yfir á 33. mínútu. Joe Hart varði fyrst frá Belganum sem fylgdi sjálfur á eftir og kom bláklæddum gestunum yfir. Tíu mínútum síðar gerði Belginn sig sekan um slæm mistök þegar hann braut á Edin Dzeko innan teigs. Vítaspyrna var dæmd og Carlos Tevez, sem var í byrjunarliði City á nýjan leik, skoraði af öryggi úr spyrnunni. Bæði lið fengu þokkaleg færi til að tryggja sér sigurinn í síðari hálfleik en urðu að sættast á skiptan hlut. Manchester City komst upp að hlið grannanna í United í toppsæti deildarinnar með 33 stig. City hefur betri markatölu en United á leik til góða gegn Reading síðar í dag. Liverpool 1-0 SouthamptonMarkaskoraranum Daniel Agger var vel fagnað í dag.Nordicphotos/Getty1-0 Daniel Agger (43.) Liverpool réð ferðinni á Anfield og fékk tréverkið á marki Dýrlinganna að finna fyrir skothörku heimamanna. Jonjo Shelvey átti bylmingsskot í stöngina eftir um hálftímaleik og tíu mínútum síðar skaut Luis Suarez í þverslána úr aukaspyrnu. Á markamínútunni tókst liðsmönnum Liverpool loksins að brjóta múrinn. Þá skoraði miðvörðurinn Daniel Agger með fallegum skalla. Rickie Lambert átti hörkuskot af 45 metra færi skömmu síðar en Pepe Reina varði vel í marki heimamanna sem leiddu í hálfleik. Liverpool fékk færi til að bæta við mörkum í síðari hálfleik en eins marks sigur staðreynd. Liverpool fór upp í 11. sæti deildarinnar. Liðið hefur 19 stig en Southampton hefur 12 stig í 18. sætinu. Arsenal 0-2 SwanseaMichu er markahæstur í deildinni ásamt Luis Suarez með tíu mörk.Nordicphotos/Getty0-1 Michu (87.) 0-2 Michu (91.) Swansea vann óvæntan sigur á Arsenal en liðin mættust á Emirates-leikvanginum í Lundúnum. Leikurinn olli töluverðum vonbrigðum enda tvö lið sem eru þekkt fyrir að spila fallega knattspyrnu. Færi voru fá en Svanirnir skoruðu tvívegis undir lokin og tryggðu sér sigur. Spænski miðjumaðurinn Michu var enn á ný í sviðsljósinu. Í bæði skiptin slapp Michu einn inn fyrir vörn heimamanna og kláraði færin af stakri snilld. Með sigrinum skaust Swansea upp fyrir Arsenal. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með 23 stig en Arsenal hefur 21 stig í 10. sæti. Michu hefur nú skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafnmörg og Luis Suarez sem tókst ekki að skora í sigri Liverpool í dag. Fulham - TottenhamLiðsmenn Tottenham fögnuðu Sandro vel.Nordicphotos/Getty0-1 Sandro (56.). 0-2 Jermain Defoe 0-3 Jermain Defoe (77.) Tottenham vann góðan útisigur á Fulham á Craven Cottage. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Brasilíumaðurinn Sandro gestunum yfir með flottu skoti langt utan af velli. Dimitar Berbatov og clint Dempsey mættu sínum fyrri félögum en það voru Dempsey og félagar frá Norður-London sem höfðu betur. Jermain Defoe skoraði tvö mörk með skömmu millibili stundarfjórðungi fyrir leikslok, það síðara eftir fallega sendingu Dempsey. Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður hjá Tottenham fyrir Gareth Bale í síðari hálfleik. Gylfi átti fína innkomu hjá Tottenham og lagði upp fyrra mark Defoe. Athygli vakti þegar Bale fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir leikaraskap. Þetta er annar leikurinn í röð sem Walesverjinn er áminntur fyrir leikræn tilþrif. Tottenham varð fyrir áfalli eftir stundarfjórðung þegar fyrirliði liðsins og miðvörður, Michael Dawson, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. William Gallas kom inn á í stað Dawson. West Brom 0-1 Stoke 0-1 Dean Whitehead (75.) Stoke vann sjaldséðan útisigur þegar liðið sótti West Brom heim. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Dean Whitehead var þá mættur á teiginn og sendi boltann í netið eftir góðan undirbúning Kenwyne Jones og Michael Kightly. West Brom hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir frábæra byrjun. Liðið er í fimmta sæti með lakari markamun en Tottenham sem skaust upp í fjórða sætið með sigri á Fulham.QPR - Aston Villa 0-1 Brett Holman (8.) 1-1 Jamie Mackie (18.) Ástralinn Brett Holman kom gestunum frá Birmingham yfir eftir tíu mínútur. Holman átti þá gott vinstri fótar skot utan teigs sem Robert Green tókst ekki að verja þó hann hefði hönd á bolta. Heimamenn jöfnuðu metin tíu mínútum síðar þegar Jamie Mackie, landsliðsmaður Skota, skoraði með fallegum skalla. Clint Hill komst nálægt því að tryggja QPR sinn fyrsta sigur á tímabilinu en skalli hans skömmu fyrir leikslok small í þverslánni.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira