Fótbolti

Gourcuff frá í þrjá mánuði

Gourcuff meiddi sig illa.
Gourcuff meiddi sig illa.
Franska félagið Lyon varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar landsliðsmaðurinn Yoann Gourcuff meiddist illa á hné. Hann verður væntanlega frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna.

Þessi 26 ára leikmaður meiddist eftir aðeins tólf mínútur í leik gegn Troyes sem Lyon vann, 4-1.

"Meiðslin eru slæm en þetta fór samt betur en á horfðist. Vonandi gengur endurhæfingin vel," sagði læknir liðsins.

Lyon er á toppnum í Frakklandi eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×