Innlent

Lögreglumaður óvinnufær eftir að ekið var á hann

GS skrifar
Maðurinn vildi biðja unglingana að hætta að hrekkja kanínur.
Maðurinn vildi biðja unglingana að hætta að hrekkja kanínur. mynd/ pjetur.
Lögreglumaður er meiddur og óvinnufær eftir að hafa komið íbúa í Elliðaárdal til hjálpar þegar hópur ungmenna réðst á hann með grjótkasti fyrir utan heimili hans í nótt.

Talið er að alls hafi þetta verið átta ungir karlmenn og unglingspiltar, en húsráðandinn ætlaði að biðja þá að hætta að hrekkja kanínur, þegar þeir hófu grjótkastið. Hann komst ómeiddur undan og hringdi á lögreglu, en þegar lögreglumenn komu á vettvang ætlaði einn árásarmaðurinn að komast undan á bíl. Lögreglumaður náði að opna ökumannshurðina og ætlaði að ræða við piltinn, sem er 17 ára, en hann skipti þá í afturábak og gaf í, svo fótur lögreglumannsins klemmdist undir opinni hurðinni og meiddist hann á ökkla. Lögreglumaðurinn beitti þá varnarúða og náði að yfirbuga piltinn.

Skömmu síðar var annar piltur, 16 ára, handtekinn á vettvangi. Lögreglumaðurinn var fluttur á slysadeild, ásamt unga ökumanninum, sem hafði skrámast við handtökuna. Hann er nú vistaður í fangageymslu og veður yfirheyrður í dag, enda lítur lögregla málið alvarlegum augum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×