Enski boltinn

Adebayor til Tottenham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Adebayor hefur skorað 99 mörk í 224 leikjum í enska boltanum.
Adebayor hefur skorað 99 mörk í 224 leikjum í enska boltanum. Nordicphotos/Getty
Tottenham hefur gengið frá kaupum á framherjanum Emmanuel Adeabyor frá Manchester City. Frá þessu er greint á heimasíðu Tottenham. Kaupverðið er talið vera fimm milljónir punda eða sem nemur tæpum milljarði íslenskra króna.

Framherjinn frá Tógó var í láni hjá Lundúnarfélaginu á síðustu leiktíð og þótti standa sig vel. Hann skoraði 18 mörk í 37 leikjum og var markahæsti leikmaður liðsins.

„Ég er ánægður að semja til lengri tíma við Spurs eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok hjá Manchester City," segir Adebayor á heimasíðu Tottenham.

„Þetta hefur kannski tekið lengri tíma en ég reiknaði með en ég er hæstánægður að vera kominn til Tottenham Hotspur. Mér líkaði dvölin hér á síðustu leiktíð vel og vonast til þess að við getum gert frábæra hluti saman á ný," segir Adebayor.

Adeabayor mun keppa um framherjastöðuna við Englendinginn Jermain Defoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×