Ólsari keppir um gullskóinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2012 10:30 Aleksandrs Cekulajevs sést hér í búningi Víkings frá Ólafsvík. Mynd/Helgi Kristjánsson Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira