Ólsari keppir um gullskóinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2012 10:30 Aleksandrs Cekulajevs sést hér í búningi Víkings frá Ólafsvík. Mynd/Helgi Kristjánsson Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira