Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fram 5-0 Benedikt Grétarsson á Nettóvellinum skrifar 16. september 2012 00:01 Framarar gátu ekkert í dag. Keflvíkingar unnu 5-0 stórsigur á þunnskipuðu liði Fram en gestirnir misstu tvo leikmenn af velli með rautt spjald. Sigurbergur Elísson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og þeir Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hörður Sveinsson og Jóhann Ragnar Benediktsson eitt hvor. Keflvíkingar slitu sig endanlega frá botnbaráttunni með þessum sigri en Framarar eru enn í bullandi fallbaráttu. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað í kuldarokinu í Keflavík. Gestirnir héldu boltanum ágætlega innan liðsins en gekk bölvanlega að skapa sér færi. Heimamenn börðust vel að vanda og komust yfir á 18.mínútu með fallegu marki Sigurbergs Elíssonar eftir frábæran undirbúning Guðmundar Steinarssonar. Framarar urðu fyrir áfalli á 36.mínútu þegar Alan Lowing fékk beint rautt spjald fyrir að fella Frans Elvarsson en náðu engu að síður að halda leiknum í þokkalegu jafnvægi til hálfleiks. Síðari hálfleikur fór ágætlega af stað fyrir gestina, sem létu heimamenn hafa vel fyrir sér. Hrikaleg varnarvinna Framara færði Sigurbergi sitt annað mark á 62.mínútu og á 68.mínútu fengu Framarar svo tvö rothögg. Fyrst skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson frekar skondið mark og í kjölfarið var Jóni Gunnari Eysteinssyni vikið af leikvelli fyrir munnsöfnuð við Gunnar Jarl dómara. Eftir þetta var aðeins spurning hversu stór sigur Keflvíkinga yrði og Hörður Sveinsson og Jóhann Ragnar Benediktsson bættu við einu marki hvor. Niðurstaðan 5-0 stórsigur heimamanna og þeir geta farið að líta upp töfluna í næstu leikjum. Fram er áfram í fallbaráttu og verða að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Sigurbergur: Er í mínu besta formi Sigurbergur Elísson skoraði tvö mörk og var að vonum sáttur eftir leikinn. „Það er rosalega gott að vera komnir úr þessu basli og þetta var góður sigur hjá okkur í dag. Við förum í alla leiki til að sigra og nú er bara að klára mótið á góðu nótunum.“ Sigurbergur átti virkilega góðan leik og segist vera í toppformi. „Ég er búinn að vera svo rosalega mikið frá vegna meiðsla, nánast í tvö og hálft ár en núna er ég í mínu besta formi og nýt þess að spila með þessum guttum í Keflavík. Það hjálpar líka mikið að hafa nokkra reynslubolta í liðinu.“Zoran: Kunnum ekkert að spila einum fleiri Þjálfari Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic brosti breitt eftir leikinn. „Við vissum að þetta yrði erfitt og þeir voru kannski meira með boltann framan af leiknum en svo skorum við gott mark og þá varð þetta auðveldara.“ Keflvíkingar þekkja það mæta vel að spila færri en hafa sjaldnar verið í þeirri stöðu að vera með fleiri leikmenn á vellinum en andstæðingurinn. „Við vissum á tímabili ekkert hvað við áttum að gera, við erum miklu vanari því að vera manni færri.“ sagði Zoran með bros á vör.Þorvaldur: Afmælisboðin að trufla? Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur eftir leikinn. „Mér fannst við vera betra liðið í stöðunni 1-0 og manni færri en við fengum ekkert gefins frá dómaranum í 50/50 atriðum og þannig lagað séð féll allt með Keflvíkingum. Kannski er allt þetta tal um afmælisboð leikmanna Keflavíkur eitthvað að trufla dómarana.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Keflvíkingar unnu 5-0 stórsigur á þunnskipuðu liði Fram en gestirnir misstu tvo leikmenn af velli með rautt spjald. Sigurbergur Elísson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og þeir Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hörður Sveinsson og Jóhann Ragnar Benediktsson eitt hvor. Keflvíkingar slitu sig endanlega frá botnbaráttunni með þessum sigri en Framarar eru enn í bullandi fallbaráttu. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað í kuldarokinu í Keflavík. Gestirnir héldu boltanum ágætlega innan liðsins en gekk bölvanlega að skapa sér færi. Heimamenn börðust vel að vanda og komust yfir á 18.mínútu með fallegu marki Sigurbergs Elíssonar eftir frábæran undirbúning Guðmundar Steinarssonar. Framarar urðu fyrir áfalli á 36.mínútu þegar Alan Lowing fékk beint rautt spjald fyrir að fella Frans Elvarsson en náðu engu að síður að halda leiknum í þokkalegu jafnvægi til hálfleiks. Síðari hálfleikur fór ágætlega af stað fyrir gestina, sem létu heimamenn hafa vel fyrir sér. Hrikaleg varnarvinna Framara færði Sigurbergi sitt annað mark á 62.mínútu og á 68.mínútu fengu Framarar svo tvö rothögg. Fyrst skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson frekar skondið mark og í kjölfarið var Jóni Gunnari Eysteinssyni vikið af leikvelli fyrir munnsöfnuð við Gunnar Jarl dómara. Eftir þetta var aðeins spurning hversu stór sigur Keflvíkinga yrði og Hörður Sveinsson og Jóhann Ragnar Benediktsson bættu við einu marki hvor. Niðurstaðan 5-0 stórsigur heimamanna og þeir geta farið að líta upp töfluna í næstu leikjum. Fram er áfram í fallbaráttu og verða að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Sigurbergur: Er í mínu besta formi Sigurbergur Elísson skoraði tvö mörk og var að vonum sáttur eftir leikinn. „Það er rosalega gott að vera komnir úr þessu basli og þetta var góður sigur hjá okkur í dag. Við förum í alla leiki til að sigra og nú er bara að klára mótið á góðu nótunum.“ Sigurbergur átti virkilega góðan leik og segist vera í toppformi. „Ég er búinn að vera svo rosalega mikið frá vegna meiðsla, nánast í tvö og hálft ár en núna er ég í mínu besta formi og nýt þess að spila með þessum guttum í Keflavík. Það hjálpar líka mikið að hafa nokkra reynslubolta í liðinu.“Zoran: Kunnum ekkert að spila einum fleiri Þjálfari Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic brosti breitt eftir leikinn. „Við vissum að þetta yrði erfitt og þeir voru kannski meira með boltann framan af leiknum en svo skorum við gott mark og þá varð þetta auðveldara.“ Keflvíkingar þekkja það mæta vel að spila færri en hafa sjaldnar verið í þeirri stöðu að vera með fleiri leikmenn á vellinum en andstæðingurinn. „Við vissum á tímabili ekkert hvað við áttum að gera, við erum miklu vanari því að vera manni færri.“ sagði Zoran með bros á vör.Þorvaldur: Afmælisboðin að trufla? Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur eftir leikinn. „Mér fannst við vera betra liðið í stöðunni 1-0 og manni færri en við fengum ekkert gefins frá dómaranum í 50/50 atriðum og þannig lagað séð féll allt með Keflvíkingum. Kannski er allt þetta tal um afmælisboð leikmanna Keflavíkur eitthvað að trufla dómarana.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira