Enski boltinn

Tottenham vann fínan sigur á Reading | Gylfi átti flottan leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tottenham Hotspurs voru ekki í vandræðum með nýliðana í Reading þegar þeir unnu heimamenn 3-0 á Madejski-vellinum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham og var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum átti Gylfi magnaða stungusendingu inn á Aaron Lennon sem sendi boltann á Jermaine Defoe sem afgreiddi boltann í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik og Tottenham með öll tök á vellinum. Gareth Bale kom gestunum í 2-0 þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum með heldur misheppnaðu skoti sem hafnaði í netinu, einkennilegt mark.

Gylfi Þór Sigurðsson var síðan tekinn af velli um korteri fyrir leikslok.

Jermaine Defoe kórónaði síðan frábæran leik sinn nokkrum mínútum síðar þegar hann gerði annað mark sitt í leiknum uppá sitt eigið einsdæmi.

Reading náði að minnka muninn rétt undir lok leiksins þegar Hal Robson-Kanu skoraði fínt mark.

Tottenham vann því sinn fyrsta leik á tímabilinu og hefur náð í fimm stig en Reading er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×