Fótbolti

Valencia rændur af flugvallarstarfsmönnum

Valencia er hér ekki par sáttur með töskuna þaðan sem vélinni var stolið.
Valencia er hér ekki par sáttur með töskuna þaðan sem vélinni var stolið.
Ekvadorinn Antonio Valencia kom ekki kátur heim til Manchester frá Ekvador, þar sem hann var að spila með landsliðinu, enda var hann rændur af löndum sínum.

"Já, þeir stela af manni í eigin landi. Hvar annars staðar. Þessir fávitar sem athuga með töskurnar manns á flugvellinum stálu myndavélinni minni," sagði Valencia á Twitter.

"Ég vona að þeir fái góð not af henni. Þessir hálfvitar. Þetta er til skammar. Þeir fóru í gegnum ferðatöskuna en vildu ekki skoða myndavélatöskuna nánar enda búnir að ræna mig. Þeir vildu að ég hyrfi sem fyrst."

Það voru sem sagt flugvallarstarfsmenn í Ekvador sem rændu þjóðhetjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×