Þrjú hundruð tillögur um nýtt nafn á Ísland BBI skrifar 18. september 2012 10:23 Tillögurnar hrannast inn. Mynd/ vefur Íslandsstofu Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. „Það stendur alls ekki til að breyta nafninu á landinu eða fara að kynna það undir nýju nafni," segir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. „Við erum bara að leika okkur með hugmyndina „hvað ef ...". Við erum hér með land sem heitir Ísland. Nafnið er kannski ekkert rosalega lýsandi fyrir landið sjálft. Hvað ef þú fengir tækifæri til að nefna það upp á nýtt. Hvernig myndi fólk lýsa tilfinningum sínum til landsins í einu orði," segir Sveinn. Samkeppni Íslandsstofu hófst fyrir helgi. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa og bara yfir helgina hafa um þrjú hundruð tillögur skilað sér inn á vef Íslandsstofu. Þar er tillagan Niceland einna algengust.Fleiri tillögur.Mynd/vefur ÍslandsstofuSveinn útskýrir að uppsetningin á öllum hugmyndunum byggi á nafninu Ísland. Þannig verða hugmyndirnar t.d. orðaðar í þessum dúr: Iceland is my Niceland. „Þannig að nafnið Ísland verður alltaf í forgrunni," segir Sveinn. „Og þetta er fyrst og fremst landkynning fyrir Ísland." Nokkrar bestu tillögurnar verða notaðar á plaköt í vetur meðan samkeppnin stendur yfir, fyrst og fremst til að kynna sjálfan leikinn. Þegar upp verður staðið mun ein tillagan verða valin sem sú besta. Hún verður þó ekki notuð framvegis í markaðsstarf fyrir landið. „Samkeppnin snýst um að hafa gaman og skapa umræðu en ekki finna nýtt nafn fyrir landið okkar," segir Sveinn. Tengdar fréttir Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52 "Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. „Það stendur alls ekki til að breyta nafninu á landinu eða fara að kynna það undir nýju nafni," segir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. „Við erum bara að leika okkur með hugmyndina „hvað ef ...". Við erum hér með land sem heitir Ísland. Nafnið er kannski ekkert rosalega lýsandi fyrir landið sjálft. Hvað ef þú fengir tækifæri til að nefna það upp á nýtt. Hvernig myndi fólk lýsa tilfinningum sínum til landsins í einu orði," segir Sveinn. Samkeppni Íslandsstofu hófst fyrir helgi. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa og bara yfir helgina hafa um þrjú hundruð tillögur skilað sér inn á vef Íslandsstofu. Þar er tillagan Niceland einna algengust.Fleiri tillögur.Mynd/vefur ÍslandsstofuSveinn útskýrir að uppsetningin á öllum hugmyndunum byggi á nafninu Ísland. Þannig verða hugmyndirnar t.d. orðaðar í þessum dúr: Iceland is my Niceland. „Þannig að nafnið Ísland verður alltaf í forgrunni," segir Sveinn. „Og þetta er fyrst og fremst landkynning fyrir Ísland." Nokkrar bestu tillögurnar verða notaðar á plaköt í vetur meðan samkeppnin stendur yfir, fyrst og fremst til að kynna sjálfan leikinn. Þegar upp verður staðið mun ein tillagan verða valin sem sú besta. Hún verður þó ekki notuð framvegis í markaðsstarf fyrir landið. „Samkeppnin snýst um að hafa gaman og skapa umræðu en ekki finna nýtt nafn fyrir landið okkar," segir Sveinn.
Tengdar fréttir Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52 "Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52
"Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30