Fótbolti

Guðlaugur Victor sá rautt í fyrri hálfleik

Guðlaugur Victor fær hér að líta rauða spjaldið í dag.
Guðlaugur Victor fær hér að líta rauða spjaldið í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson var rekinn af velli í fyrri hálfleik þegar lið hans, NEC Nijmegen, tapaði gegn Vitesse, 4-1.

Guðlaugur fékk gult spjald á 12. mínútu og svo annað á 42. mínútu. Þá beið hans lítið annað en heit sturta.

Þá var staðan 1-1 en einum fleiri kláraði Vitesse leikinn. Mótlætið fór eitthvað í taugarnar á leikmönnum NEC og fengu tveir þeirra einnig að fjúka út af í stöðunni 3-1.

NEC er í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×