Fótbolti

Stefán með frábært mark beint úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stefán Gíslason skoraði frábært mark með belgíska félaginu Oud-Heverlee Leuven á dögunum þegar liðið vann 5-2 sigur á Beveren í belgísku deildinni. Stefán skoraði þá með frábæru skoti úr aukaspyrnu og sýndi að Gylfi Þór Sigurðsson er ekki eini íslenski fótboltamaðurinn sem getur skorað glæsileg mörk úr aukaspyrnu.

Það er hægt að sjá þetta frábæra mark hjá Stefáni með því að smella hér en þetta mark verður örugglega í umræðinni um flottustu mörk tímabilsins til þessa.

Stefán hefur verið fastamaður með Leuven á tímabilinu og liðið vann tvo síðustu deildarleiki sína fyrir landsleikjahléið með markatölunni 9-2. Stefán skoraði í fyrri leiknum og lagði upp mark í þeim síðari. Hann hefur alls skorað 1 mark og 3 stoðsendingar í 10 leikjum á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×