Fótbolti

Roberto Mancini óttast ekki um starfsöryggi sitt

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, segir að hann óttist ekki um starfsöryggi sitt þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, segir að hann óttist ekki um starfsöryggi sitt þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, segir að hann óttist ekki um starfsöryggi sitt þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ítalinn er sammála því að liðið hafi leikið undir getu í Meistaradeildinni – en hann leggur áherslu á að það séu fleiri titlar sem félagið geti enn unnið á þessari leiktíð.

Man City endaði í neðsta sæti D-riðils í Meistaradeildinni, með aðeins þrjú stig, sem er versti árangur hjá ensku liði í Meistaradeildinni.

„Það er ljóst að tímabilið er ekki búið, við erum enn í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og FA bikarinn," segir Mancini í viðtali við breska dagblaðið The Sun.

„Við þurfum að gera betur og leggja harðar að okkur. Markmið liðsins er að verja Englandsmeistaratitilinn – það var aðalmarkmiðið. Við vitum að það er mjög erfitt að vinna Meistaradeildina en við ætluðum okkur að komast áfram úr riðlinum. Ég finn ekki fyrir pressu. Ég er ekki sáttur og það eru vonbrigði að hafa ekki komist áfram," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×