Fótbolti

Malmö þokast nær titlinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sara stóð fyrir sínu að vanda í liði Malmö
Sara stóð fyrir sínu að vanda í liði Malmö Mynd: Daníel
Þóra Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Malmö í 1-0 útisigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið náði þar með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Tyresö sem er í öðru sæti tapaði óvænt fyrir botnliði AIK í gær og er Malmö því komið ákaflega vænlega stöðu en liðið hefur unnið tólfleiki í röð í deildinni eða alla leiki frá því að liðið tapaði fyrir AIK í maí.

Edda Garðarsdóttir lék að venju allan leikinn fyrir Örebro sem vann mikilvægan sigur í fallbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lagði Vittsjö á útivelli 1-0. Sarah Michael frá Nígeríu skoraði sigurmarkið á 83. mínútu.

Örebro er fjórum stigum frá fallsæti eftir sigurinn þegar þrjár umferðir eru eftir.

Hallbera Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Pitea sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Linköping. Mariann Gajhede Knudsen skoraði sigurmarkið á 71. mínútu.

Pitea er í 8. sæti með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti líkt og Örebro og Jitex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×