Fótbolti

Guðmundur skoraði í sigri Start

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aldrei þessu vant var Matthías ekki á meðal markaskorara Start.
Aldrei þessu vant var Matthías ekki á meðal markaskorara Start.
Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikin fyrir Start sem sigraði Mjöndalen 3-1 í norsku 1. deildinni í dag. Guðmundur gulltryggði sigurinn með þriðja marki Start á 85. mínútu.

Erik Midtgarden kom Mjöndalen yfir á 23. mínútu en Espen Hoff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Hoff skoraði aftur á 64. mínútu og þegar fimm mínútur voru til leiksloka gerði Guðmundur Kristjánsson út um leikinn.

Start er þar með komið með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar, á Sarpsborg 08 sem á tvo leiki til góða. Start á fimm leiki eftir í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir að liðið tryggi sér sæti í norsku úrvalsdeildinni að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×