Fótbolti

Ari Freyr Skúlason skoraði fyrir Sundsvall

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn og skoraði fyrir Sundsvall í 2-2 jafntefli gegn Örebro á útivelli. Örebro jafnaði metin í uppbótartíma en allt benti til þess að mark Ara yrði mikilvægt sigurmark í fallbaráttunni.

Sundsvall er enn í 14. sæti deildarinnar, með stigi minna en Syrianska, en liðið í fjórtánda sæti fer í umspil um sæti í deildinni við þriðja efsta lið 1. deildar að deildinni lokinni.

Stefan Ålander kom Örebro yfir á fimmtu mínútu með sjálfsmarki en Simon Helg jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar.

Ari Freyr skoraði á 42. mínútu en þrátt fyrir að vera manni færri tókst Kalle Holmberg að jafna metin þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Örebro er ellefu stigum á eftir Sundsvall þegar fjórar umferðir eru eftir og á því enn tölfræðilega möguleika á að bjarga sér frá falli.

Jón Guðni Fjóluson var varamaður hjá Sundsvall kom ekkert við sögu.

Skúli Jón Friðgeirsson kom ekkert við sögu hjá Elfsborg sem sigraði botnlið GAIS 2-1 á útivelli. Elfsborg er því með tveggja stiga forskot á Häcken toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir en sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Með ósigrinum féll GAIS niður í 1. deild.

Helgi Valur Daníelsson lék fyrstu 60 mínúturnar fyrir AIK sem tapaði 1-0 fyrir Gefle á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×