Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Eggert hefur tröllatrú á Torres

Eggert Magnússon var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sunnudagsmessunni í gær á Stöð 2 sport. Þar ræddi Eggert um ýmislegt sem tengist ensku knattspyrnunni en Eggert var á sínum tíma stjórnarformaður West Ham á meðan liðið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar.

Eggert hefur enn tröllatrú á Fernando Torres framherja Chelsea og hann er sammála ákvörðun eigenda Chelsea að ráða hinn kornunga Andre Villas Boas sem knattspyrnustjóra Chelsea.

„Menn týna ekki hæfileikum, Chelsea þarf að heimfæra leik sinn til þess að spila upp á Torres. Hann verður áfram hjá Chelsea og mun skora fullt af mörkum," sagði Eggert m.a. í þættinum.

Um ráðningu Villas Boas sagði Eggert m.a.: „Ég vil veðja á unga menn sem vilja sýna árangur og þurfa að sýna árangur. Ég held að það sé of mikið um það að ákveðinn hópur reyndra knattspyrnustjóra er að þvælast á milli liða til þess að hirða launin sín og fara síðan eitthvað annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×