Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2012 07:00 Matthías hefur loksins náð því markmiði að komast í atvinnumennsku. Mynd/Vilhelm „Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt," sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. FH lánaði Matthías til Start í gær fram að áramótum en kaupákvæði er í lánssamningnum. Start getur því keypt Matthías að ári liðnu ef það hefur áhuga á. Matthías framlengdi við FH til ársins 2013 áður en hann var lánaður. „Þá fær FH líklega eitthvað fyrir mig og mér finnst félagið eiga það skilið." Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér beint upp aftur. „Mér líst mjög vel á allt hérna. Þetta er stór klúbbur sem á að vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að spila og get þar með sýnt að ég á vel heima hérna. Það er það eina sem skiptir mig máli," sagði hinn 25 ára gamli Matthías, sem hefur lengi stefnt á að komast í atvinnumennsku en hann hefur verið einn af bestu mönnum íslenska boltans. „Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið. Ég lít á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig. Vonandi mun þetta skila mér langtímasamningi í atvinnumennsku, sama hvort það er hér eða annars staðar," sagði Matthías en hann tapaði aldrei trúnni á að hann kæmist út. „Ég get alveg viðurkennt að eftir því sem árunum fjölgaði var þetta erfiðara. Þannig er bransinn." Matthías fer með íslenska landsliðinu til Japans í næstu viku og þaðan heldur hann beint til La Manga á æfingar með Start. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
„Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt," sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. FH lánaði Matthías til Start í gær fram að áramótum en kaupákvæði er í lánssamningnum. Start getur því keypt Matthías að ári liðnu ef það hefur áhuga á. Matthías framlengdi við FH til ársins 2013 áður en hann var lánaður. „Þá fær FH líklega eitthvað fyrir mig og mér finnst félagið eiga það skilið." Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér beint upp aftur. „Mér líst mjög vel á allt hérna. Þetta er stór klúbbur sem á að vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að spila og get þar með sýnt að ég á vel heima hérna. Það er það eina sem skiptir mig máli," sagði hinn 25 ára gamli Matthías, sem hefur lengi stefnt á að komast í atvinnumennsku en hann hefur verið einn af bestu mönnum íslenska boltans. „Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið. Ég lít á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig. Vonandi mun þetta skila mér langtímasamningi í atvinnumennsku, sama hvort það er hér eða annars staðar," sagði Matthías en hann tapaði aldrei trúnni á að hann kæmist út. „Ég get alveg viðurkennt að eftir því sem árunum fjölgaði var þetta erfiðara. Þannig er bransinn." Matthías fer með íslenska landsliðinu til Japans í næstu viku og þaðan heldur hann beint til La Manga á æfingar með Start.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira