Fótbolti

Útvarpsmaður rekinn fyrir rasisma

Atkinson á heimavelli með eiginkonunni. Myndin er ekki nýleg.
Atkinson á heimavelli með eiginkonunni. Myndin er ekki nýleg.
Gamli knattspyrnustjórinn Ron Atkinson var rekinn úr starfi sem fjölmiðlamaður þegar hann varð uppvís að kynþáttaníði á sínum tíma. Hann hélt þá að enginn heyrði það sem hann sagði. Svo var ekki.

Nú hefur sænski útvarpsmaðurinn Bo Hansson fallið í sömu gryfju og hann fékk sömu meðferð og Atkinson á sínum tíma - stígvélið.

"Það sem Hansson gerði er ófyrirgefanlegt og við líðum aldrei kynþáttaníð á okkar miðlum. Hann fær ekki að koma nálægt blaðamannastúkunni aftur," sagði fyrrverandi yfirmaður Hansson.

Hann var að lýsa leik AIK, sem Helgi Valur Daníelsson leikur með, og Gefle er hann missteig sig. Hann hélt að það væri slökkt á hljóðnemanum er hann fór að tala um "negra" svo vel heyrðist.

Hansson er fullur af sjálfsvorkunn og finnst hann ekki hafa gert neitt rangt fyrir utan að vera gripinn glóðvolgur.

"Ég var að tala við sjálfan mig út í horni. Þetta átti aldrei að heyrast. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri í loftinu," sagði Hansson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×