Logi: Vil gera gott Stjörnulið enn betra 10. október 2012 08:00 Logi Ólafsson verður áfram í Pepsi-deild karla næsta sumar þótt Selfyssingar hafi fallið á dögunum. Logi er hættur með Selfossliðið eftir tveggja ára starf og samdi við Stjörnuna í gær. Logi segir þetta hafa borið skjótt að og að viðræður við forráðamenn Stjörnunnar hafi ekki tekið langan tíma. „Hugmyndir mínar og stjórnarinnar virtust fara vel saman og varð þá eftirleikurinn auðveldur og einfaldur," segir Logi. Stjarnan verður sjötta liðið sem Logi þjálfar í efstu deild og er hann þar með orðinn viðförulasti þjálfarinn í efstu deild karla í nútímafótbolta eða frá 1977. Það eru liðin 22 ár síðan Logi fékk sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari í efstu deild en hann tók við Víkingum fyrir sumarið 1990 þá 36 ára gamall. Logi hefur tekið sér reglulega hlé frá efstu deild því hann tók við kvennalandsliðinu, tvívegis við karlalandsliðinu og gerðist aðstoðarþjálfari hjá Lilleström í Noregi. Hann kemur hins vegar alltaf aftur í úrvalsdeildina og nú síðast eftir að hafa farið með Selfoss upp úr 1. deildinni. „Ég finn ekki fyrir þreytu – alls ekki. Ferill minn hefur vissulega verið langur og það segir manni að ég sé kannski orðin svolítið gamall," sagði hann í léttum dúr. „En öll þau störf sem ég hef tekist á við hafa verið ánægjuleg og lærdómsrík. Og ég finn að ég hef enn metnað til að gera góð lið enn betri, eins og er tilfellið hjá Stjörnunni," segir Logi. Jóhannes Atlason stýrði einnig sex liðum á sínum tíma en aðeins fimm þeirra eftir að deildin varð að tíu liða deild 1977. Fyrsta starf Jóhannesar var með lið ÍBA sumarið 1973. Ingi Björn Albertsson þjálfaði sitt fimmta lið í efstu deild þegar hann tók við Stjörnunni á miðju tímabili sumarið 1997 en hann hafði áður stýrt FH, Val, Breiðablik og Keflavík. Bjarni Jóhannsson bættist í hópinn sumarið 2009 eftir að hafa farið með Stjörnuna upp úr 1. deildinni. Bjarni hafði áður þjálfað Breiðablik, ÍBV, Fylki og Grindavík í efstu deild. Logi tekur nú við búinu af Bjarna en hann þekkir vel til í Garðabænum enda borinn þar og barnfæddur. „Það er auðvitað gaman að eiga þessi tengsl við félagið frá gömlu dögunum en hingað er ég kominn fyrst og fremst vegna þess að mér finnst liðið mjög gott og spennandi. Ég vil þó taka fram að ég tek við frábæru búi frá Bjarna Jóhannssyni en hann hefur gert margt mjög gott fyrir knattspyrnuna í Garðabæ." Hann segir að varnarleikurinn standi helst fyrir þrifum. „Skemmtanagildi Stjörnunnar hefur verið í hávegum haft og vonandi getum við haldið áfram á þeirri braut. Helst þarf að laga varnarleikinn og ef Stjarnan ætlar að taka þátt í toppbaráttunni af alvöru þarf að huga að honum." Nú tekur við skipulagning fyrir næsta tímabil og segir Logi að ætlunin sé að ræða við alla samningslausa leikmenn. „Eftir það verður skoðað hvort styrkja þurfi liðið enn frekar en það er einnig ljóst að ég mun líka nýta mér það góða starf sem hefur verið unnið í yngri flokkum Stjörnunnar enda virkilega góðir leikmenn að skila sér upp um þessar mundir." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Logi Ólafsson verður áfram í Pepsi-deild karla næsta sumar þótt Selfyssingar hafi fallið á dögunum. Logi er hættur með Selfossliðið eftir tveggja ára starf og samdi við Stjörnuna í gær. Logi segir þetta hafa borið skjótt að og að viðræður við forráðamenn Stjörnunnar hafi ekki tekið langan tíma. „Hugmyndir mínar og stjórnarinnar virtust fara vel saman og varð þá eftirleikurinn auðveldur og einfaldur," segir Logi. Stjarnan verður sjötta liðið sem Logi þjálfar í efstu deild og er hann þar með orðinn viðförulasti þjálfarinn í efstu deild karla í nútímafótbolta eða frá 1977. Það eru liðin 22 ár síðan Logi fékk sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari í efstu deild en hann tók við Víkingum fyrir sumarið 1990 þá 36 ára gamall. Logi hefur tekið sér reglulega hlé frá efstu deild því hann tók við kvennalandsliðinu, tvívegis við karlalandsliðinu og gerðist aðstoðarþjálfari hjá Lilleström í Noregi. Hann kemur hins vegar alltaf aftur í úrvalsdeildina og nú síðast eftir að hafa farið með Selfoss upp úr 1. deildinni. „Ég finn ekki fyrir þreytu – alls ekki. Ferill minn hefur vissulega verið langur og það segir manni að ég sé kannski orðin svolítið gamall," sagði hann í léttum dúr. „En öll þau störf sem ég hef tekist á við hafa verið ánægjuleg og lærdómsrík. Og ég finn að ég hef enn metnað til að gera góð lið enn betri, eins og er tilfellið hjá Stjörnunni," segir Logi. Jóhannes Atlason stýrði einnig sex liðum á sínum tíma en aðeins fimm þeirra eftir að deildin varð að tíu liða deild 1977. Fyrsta starf Jóhannesar var með lið ÍBA sumarið 1973. Ingi Björn Albertsson þjálfaði sitt fimmta lið í efstu deild þegar hann tók við Stjörnunni á miðju tímabili sumarið 1997 en hann hafði áður stýrt FH, Val, Breiðablik og Keflavík. Bjarni Jóhannsson bættist í hópinn sumarið 2009 eftir að hafa farið með Stjörnuna upp úr 1. deildinni. Bjarni hafði áður þjálfað Breiðablik, ÍBV, Fylki og Grindavík í efstu deild. Logi tekur nú við búinu af Bjarna en hann þekkir vel til í Garðabænum enda borinn þar og barnfæddur. „Það er auðvitað gaman að eiga þessi tengsl við félagið frá gömlu dögunum en hingað er ég kominn fyrst og fremst vegna þess að mér finnst liðið mjög gott og spennandi. Ég vil þó taka fram að ég tek við frábæru búi frá Bjarna Jóhannssyni en hann hefur gert margt mjög gott fyrir knattspyrnuna í Garðabæ." Hann segir að varnarleikurinn standi helst fyrir þrifum. „Skemmtanagildi Stjörnunnar hefur verið í hávegum haft og vonandi getum við haldið áfram á þeirri braut. Helst þarf að laga varnarleikinn og ef Stjarnan ætlar að taka þátt í toppbaráttunni af alvöru þarf að huga að honum." Nú tekur við skipulagning fyrir næsta tímabil og segir Logi að ætlunin sé að ræða við alla samningslausa leikmenn. „Eftir það verður skoðað hvort styrkja þurfi liðið enn frekar en það er einnig ljóst að ég mun líka nýta mér það góða starf sem hefur verið unnið í yngri flokkum Stjörnunnar enda virkilega góðir leikmenn að skila sér upp um þessar mundir."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti