Enski boltinn

Owen: Ég verð bara að ná United-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Owen ætlar að gera allt til þess að ná að spila með Stoke á móti Manchester United í næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni en kappinn hefur aðeins náð því að spila í 28 mínútur síðan að kom til Stoke í byrjun september. Owen segir að allt sé á réttri leið hjá sér.

Michael Owen var að vonast eftir því að ná Liverpool-leiknum um síðustu helgi en landsleikjahléið ætti að hjálpa honum að komast aftur á lappir.

„Ég sá það alltaf fyrir mér að október-mánuður yrði áhugaverður með útileiki á móti bæði Liverpool og Manchester United. Ég missti augljóslega af fyrri leiknum en ég verð bara að ná United-leiknum," sagði Michael Owen.

„Strákarnir eru að spila vel og það verður pottþétt erfitt að komast í liðið. Ég er hinsvegar að komast í betra og betra form og bíð spenntur eftir komandi áskorunum," sagði Owen.

Stoke mætir á Old Trafford eftir landsleikjahléið en Michael Owen var í þrjú ár hjá Manchester United. Owen náði aðeins að spila 1 úrvalsdeildarleik á síðasta tímabil og var sem fyrr mikið að glíma við meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×