Fótbolti

Hélt bolta á lofti heila 20 kílómetra

Bretinn Matt Wolstenholme setti magnað heimsmet á dögunum þegar hann hélt bolta á lofti heila 50 kílómetra.

Metið setti hann á frjálsíþróttavelli en hann labbaði 50 hringi á hlaupabrautinni með boltann. Það tók hann yfir 5 klukkutíma að slá þetta met.

Afrek Wolstenholme er enn meira fyrir þá staðreynd að ungur að árum greindist hann með sjúkdóm sem varð þess valdandi að hann gat ekki gengið í heilt ár.

Í dag er hann á fínum batavegi. Er einkaþjálfari í fínu formi. Stutt myndband af þessu heimsmeti má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×