Enski boltinn

Sló í gegn í rauveruleikaþætti og fékk samning við Liverpool

Það væri mikil öskubuskusaga ef Altunay næði því að spila fyrir aðallið Liverpool.
Það væri mikil öskubuskusaga ef Altunay næði því að spila fyrir aðallið Liverpool.
Þegar hinn 16 ára gamli Tyrki, Emin Altunay, ákvað að taka þátt í knattspyrnuraunveruleikaþætti grunaði hann líklega aldrei hvað það ætti eftir að leiða af sér.

Strákurinn er nefnilega búinn að fá árs samning við Liverpool þar sem hann fær tækifæri á því að þróa hæfileika sína enn frekar.

Í tyrkneska þættinum, sem heitir Futbol Prensi, spilaði Altunay gegn nokkrum unglingaliðsleikmönnum Liverpool og sló í gegn.

"Ég vil þakka öllum sem hafa veitt mér þetta tækifæri. Ég mun ekki valda þeim vonbrigðum," sagði Tyrkinn ungi sem er eðlilega í skýjunum með þróun mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×