Enski boltinn

Evra óttast ekki aukna samkeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / getty images
Patrice Evra, leikmaður Manchester United, óttast ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði Manchester United vegna komu Alexander Büttner til félagsins.

Evra segir við enska fjölmiðla að hann hafi aldrei talið sig eiga öruggt sæti í liði United og að hann geti misst sæti sitt í liðinu eins og allir aðrir leikmenn. Það breytist ekki nú.

„Fótbolti er eins og píramídi. Það er auðvelt að komast upp á topp en erfitt að halda sér þar," sagði Evra.

„Það er auðvelt að segja að Patrice Evra muni nú þurfa að berjast fyrir sæti sínu vegna þess að það er kominn annar leikmaður til liðsins. En Patrice Evra hefur alltaf þurft að berjast fyrir sætinu sínu."

„Fólk sem segir að Patrice hafi aldrei fengið samkeppni innan liðsins er með lélegt minni. Ég vann mér sæti í liðinu eftir að hafa barist við tvo frábæra leikmenn - Gabriel Heinze og Mikael Silvestre."

„Ég er ekkert sérstakur og verð settur á bekkinn ef ég stend mig ekki vel. Ég tek því eins og öllu öðru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×