Rummenigge og félagar hjálpuðu Müller í baráttunni við Bakkus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 20:30 Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner. Þýski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner.
Þýski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira