Fótbolti

Walcott óleikfær eftir markvörð San Marínó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott verður ekki með enska landsliðinu á móti Pólverjum í undankeppni HM á þriðjudaginn því hann er enn að jafna sig eftir slæmt högg í sigrinum á San Marínó.

Walcott lenti í samstuði við Aldo Simoncini, markvörð San Marínó, eftir aðeins fimm mínútna leik og eyddi nóttinni á sjúkrahúsi í London. Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, taldi að markvörðurinn hefði átt að fá þarna rautt spjald.

„Við fylgdumst með honum í nótt til öryggis og eftir myndatökur í dag mun hann fara í frekar meðferð hjá liði sínu Arsenal," sagði í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu.

„Ef ég orða þetta eins vinalega og ég get þá má segja að hafi verið glannalegt hjá honum. Ég tel ekki að þetta hafi verið viljandi hjá honum því hann fór í boltann en þetta var mjög slæmt samstuð," sagði Roy Hodgson.

Það er hægt að sjá atvikið með Walcott (eftir 30 sek.) og svipmyndir frá leiknum með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan og dæmi nú hver fyrir sig.

Enska liðið mun vissulega sakna Theo Walcott sem hefur verið að spila vel á þessu tímabili. Hann er líka einn óheppnasti leikmaður enska boltans þegar kemur að því að meiðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×