Fótbolti

Besta byrjun Íslands frá upphafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason fagnar marki sínu í gær.
Birkir Bjarnason fagnar marki sínu í gær. Mynd/AP
Ísland er með sex stig af níu mögulegum í undankeppni HM 2014 og er það besta byrjun íslenska landsliðsins í undankeppni stórmóts frá upphafi.

Ísland vann í gær 2-1 sigur á Albaníu ytra en þar áður hafði liðið unnið Noreg á heimavelli og tapað fyrir Kýpverjum úti.

Aldrei áður hefur Ísland fengið sex stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppni stórmóts en Ísland tók fyrst þátt í slíkri keppni fyrir HM 1958.

Gamla metið var fimm stig í undankeppni EM 2000.- en Ísland fór þá taplaust í gegnum fyrstu þrjá leiki sína í riðlinum. Fyrst kom frægt jafntefli gegn nýkrýndum heimsmeisturum Frakklands, þá jafntefli gegn Armeníu á útivelli og loks sigur á Rússlandi á Laugardalsvelli.

Ísland endaði með fimmtán stig í undankeppninni og er það met sem stendur enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×