Alfreð Finnbogason var hetja Helsingborg sem lagði Elfsborg 2-1 í efstu deild sænska fótboltans í gær. Mörk Alfreðs voru glæsileg og tryggðu sænsku meisturunum sín fyrstu stig í deildinni.
Alfreð kom heimamönnum á bragðið snemma leiks með fallegu hægri fótarskoti utarlega út teignum. Hann skoraði svo sigurmarkið með glæsilegum skalla í síðari hálfleik.
Skúli Jón Friðgeirsson stóð vaktina í hægri bakverðinum hjá Elfsborg.

