Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Grindavík 2-1 Stefán Hirst Friðriksson á Nettóvellinum skrifar 30. júlí 2012 17:13 Mynd/Guðmundur Bjarki Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Grindvíkingar sýndu áhorfendum hvers vegna þeir eru neðstir í deildinni á fyrsta hálftíma fyrri hálfleiks, en aðra eins yfirspilun hefur undirritaður ekki oft séð. Keflvíkingar fengu aragrúa af færum til þess að komast yfir en gestirnir voru oft á tíðum stálheppnir, ásamt því að Óskar Pétursson, markvörður liðsins, bjargaði sínum mönnum. Grindvíkingar tóku aðeins við sér þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir af hálfleiknum og hefðu þeir getað náð forystunni þegar Scott Ramsay átti gott skot sem hafnaði í stönginni. Staðan því markalaus í fjörugum hálfleik og í raun ótrúlegt að ekkert mark hafi dottið inn. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af álíka krafti og þeir byrjuðu þann fyrri og komust þeir yfir á 60. mínútu leiksins. Þá keyrði Arnór Ingvi Traustason upp völlinn eftir sókn Grindvíkinga, gaf boltann á Sigurberg Elísson og átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að klára færið. Vel útfærð skyndisókn heimamanna og verðskulduð forysta. Gestirnir úr Grindavík virtust vakna við markið og tókst þeim að jafna leikinn á 74. mínútu. Þar var að verki Pape Mamadou Faye en hann skallaði frábæra fyrirgjöf utan af kanti snyrtilega í netið Heimamenn voru þó sterkari á síðasta stundarfjórðung leiksins og tókst þeim loksins að tryggja sér sigurinn undir blálokin. Þá átti Magnús Sverrir Þorsteinsson, sem var nýkominn inn á, góðan sprett framhjá vörn Grindavíkur og átti hann frábært skot frá vítateigslínunni sem Óskar réð ekki við. Frábært mark en skelfilegur varnarleikur. Verðskuldaður heimasigur því staðreynd í fjörugum leik.Zoran: Loksins sigur á heimavelli „Við erum búnir að vera í vandræðum á heimavelli í sumar en við náðum loksins heimasigri. Það var eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og skil ég ekki hvernig við vorum ekki búnir að klára þetta fyrr. Við héldum svo pressunni áfram og komumst verðskuldað yfir í seinni hálfleiknum. Það er þó alltaf hættuleg staða eins og kom í ljós," sagði Zoran. „Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfum ekkert eftir þegar þeim tókst að jafna . Leikmenn voru greinilega tilbúnir að leggja sig alla fram til þess að vinna leikinn og er ég því mjög sáttur í leikslok," bætti Zoran við. „Við gerðum breytingar eftir jöfnunarmarkið og vildum við fá fljóta menn inn á völlinn. Það gekk eftir og gerði Magnús frábærlega í sigurmarkinu sem kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Guðjón: Hellingur af stigum eftir í pottinum „Ég er svekktur og óánægður að hafa fengið á okkur sigurmark í blálokin. Maðurinn hleypur upp völlinn óáreittur og klárar leikinn fyrir þá. Þetta var ekki góð varnarvinna hjá okkar mönnum og algjör klaufaskapur," sagði Guðjón „Við náðum að jafna leikinn og taldi ég okkur í góðum möguleika til þess að klára leikinn í kjölfarið. Það gekk ekki eftir og er ég gríðarlega svekktur," bætti Guðjón við. „Það er hellingur af stigum eftir í pottinum. Það eru þrjú lið sem virðast ætla að vera á botninum og höfum við ennþá trú á þessu. Menn verða hinsvegar að hafa trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum og er það fyrst og fremst það sem við þurfum að bæta," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Pape: Fáum á okkur aulamark í lokin „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum allir að leggja okkur fram en þeir náðu aulamarki í lokin sem vinnur leikinn fyrir þá. Við erum búnir að vera óheppnir í mörgum leikjum í sumar en við erum að reyna að snúa blaðinu við.," sagði Pape. Gengið liðsins hefur verið skelfilegt það sem af er sumri en liðið á þó undanúrslitaleik gegn KR í Borgunar-bikarnum í vikunni. Pape sagði sína menn vera tilbúna í þann slag „Við erum spenntir fyrir leiknum á fimmtudaginn og erum við óhræddir við KR-liðið. Við förum í þann leik til þess að vinna hann," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Grindvíkingar sýndu áhorfendum hvers vegna þeir eru neðstir í deildinni á fyrsta hálftíma fyrri hálfleiks, en aðra eins yfirspilun hefur undirritaður ekki oft séð. Keflvíkingar fengu aragrúa af færum til þess að komast yfir en gestirnir voru oft á tíðum stálheppnir, ásamt því að Óskar Pétursson, markvörður liðsins, bjargaði sínum mönnum. Grindvíkingar tóku aðeins við sér þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir af hálfleiknum og hefðu þeir getað náð forystunni þegar Scott Ramsay átti gott skot sem hafnaði í stönginni. Staðan því markalaus í fjörugum hálfleik og í raun ótrúlegt að ekkert mark hafi dottið inn. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af álíka krafti og þeir byrjuðu þann fyrri og komust þeir yfir á 60. mínútu leiksins. Þá keyrði Arnór Ingvi Traustason upp völlinn eftir sókn Grindvíkinga, gaf boltann á Sigurberg Elísson og átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að klára færið. Vel útfærð skyndisókn heimamanna og verðskulduð forysta. Gestirnir úr Grindavík virtust vakna við markið og tókst þeim að jafna leikinn á 74. mínútu. Þar var að verki Pape Mamadou Faye en hann skallaði frábæra fyrirgjöf utan af kanti snyrtilega í netið Heimamenn voru þó sterkari á síðasta stundarfjórðung leiksins og tókst þeim loksins að tryggja sér sigurinn undir blálokin. Þá átti Magnús Sverrir Þorsteinsson, sem var nýkominn inn á, góðan sprett framhjá vörn Grindavíkur og átti hann frábært skot frá vítateigslínunni sem Óskar réð ekki við. Frábært mark en skelfilegur varnarleikur. Verðskuldaður heimasigur því staðreynd í fjörugum leik.Zoran: Loksins sigur á heimavelli „Við erum búnir að vera í vandræðum á heimavelli í sumar en við náðum loksins heimasigri. Það var eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og skil ég ekki hvernig við vorum ekki búnir að klára þetta fyrr. Við héldum svo pressunni áfram og komumst verðskuldað yfir í seinni hálfleiknum. Það er þó alltaf hættuleg staða eins og kom í ljós," sagði Zoran. „Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu en við gáfum ekkert eftir þegar þeim tókst að jafna . Leikmenn voru greinilega tilbúnir að leggja sig alla fram til þess að vinna leikinn og er ég því mjög sáttur í leikslok," bætti Zoran við. „Við gerðum breytingar eftir jöfnunarmarkið og vildum við fá fljóta menn inn á völlinn. Það gekk eftir og gerði Magnús frábærlega í sigurmarkinu sem kláraði leikinn fyrir okkur," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur í leikslok.Guðjón: Hellingur af stigum eftir í pottinum „Ég er svekktur og óánægður að hafa fengið á okkur sigurmark í blálokin. Maðurinn hleypur upp völlinn óáreittur og klárar leikinn fyrir þá. Þetta var ekki góð varnarvinna hjá okkar mönnum og algjör klaufaskapur," sagði Guðjón „Við náðum að jafna leikinn og taldi ég okkur í góðum möguleika til þess að klára leikinn í kjölfarið. Það gekk ekki eftir og er ég gríðarlega svekktur," bætti Guðjón við. „Það er hellingur af stigum eftir í pottinum. Það eru þrjú lið sem virðast ætla að vera á botninum og höfum við ennþá trú á þessu. Menn verða hinsvegar að hafa trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum og er það fyrst og fremst það sem við þurfum að bæta," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Pape: Fáum á okkur aulamark í lokin „Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum allir að leggja okkur fram en þeir náðu aulamarki í lokin sem vinnur leikinn fyrir þá. Við erum búnir að vera óheppnir í mörgum leikjum í sumar en við erum að reyna að snúa blaðinu við.," sagði Pape. Gengið liðsins hefur verið skelfilegt það sem af er sumri en liðið á þó undanúrslitaleik gegn KR í Borgunar-bikarnum í vikunni. Pape sagði sína menn vera tilbúna í þann slag „Við erum spenntir fyrir leiknum á fimmtudaginn og erum við óhræddir við KR-liðið. Við förum í þann leik til þess að vinna hann," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira