Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 20:30 Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins. Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins.
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira