Íslenski boltinn

Blikar vilja fá Garðar

Garðar í leik gegn Fylki.
Garðar í leik gegn Fylki.
Framherjinn Garðar Jóhannsson er samningslaus og ekki ljóst hvar hann spilar næsta sumar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Blikar mikinn áhuga á því að krækja í Garðar en þeir ætla sér stóra hluti næsta sumar.

Blikar eru þegar búnir að semja við markvörðinn Gunnleif Gunnleifsson og nú vilja þeir fá Garðar sem er einn besti framherji landsins.

Stjörnumenn vilja svo eðlilega halda Garðari en ekki er ljóst hvort Garðbæingum takist að halda leikmanninum.

Leikmaðurinn vildi lítið tjá sig um málið í gær en sagði þó að hans mál myndu skýrast í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×