Enski boltinn

Villas-Boas dreymir enn um Moutinho - Van der Vaart farinn til Hamburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joao Moutinho í leik á móti Spáni á EM.
Joao Moutinho í leik á móti Spáni á EM. Mynd/Nordic Photos/Getty
André Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur verið duglegur að hrista upp í miðjumannahópi Tottenham eftir að hann settist í stjórastólinn á White Hart Lane.

Fyrstu kaup André Villas-Boas voru á íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og hann hefur einnig keypt Moussa Dembélé frá Fulham og selt Luka Modric til Real Madrid og Steven Pienaar til Everton.

Guardian segir að portúgalski stjórinn dreymi enn um landa sinn João Moutinho sem er í lykilhlutverki á miðju Porto og portúgalska landsliðsins. Villas-Boas vildi hvorki segja af eða á um hvort að Tottenham væri að reyna að kaupa hann áður en félagsskiptaglugganum sem ýtir undir að eitthvað sé í gangi.

Það kostar 40 milljónir evra að kaupa upp samning Joao Moutinho við Porto og það er nokkuð öruggt að ef Tottenham ætlar að kaupa hann í dag þá þarf verður hann langdýrasti leikmaður félagsins.

Tottenham hefur einnig sýnt Willian, sóknartengiliði Shakhtar Donetsk áhuga en úrkaínska félagið hefur þegar hafnað tilboði upp á ellefu milljónir punda.

Það verður síðan að koma í ljós hvaða áhrif þessi kaup og sölur hafa á stöðu Gylfa Þórs hjá Tottenham en til þess að safna peningi fyrir nýjum leikmönnum hefur Villas-Boas selt Hollendinginn Rafael van der Vaart til Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×