Fótbolti

Van der Vaart og De Jong komust ekki í landsliðið

Van der Vaart í leik með Spurs.
Van der Vaart í leik með Spurs.
Þó svo Hollendingarnir Rafael van der Vaart og Nigel de Jong hafi fundið sér ný félög í dag þá hafa þeir ekki glaðst yfir þeim tíðindum að vera búnir að missa sæti sitt í hollenska landsliðinu.

Hollenski hópurinn fyrir leikina gegn Tyrklandi og Ungverjalandi í undankeppni HM var tilkynntur í dag og kom ýmislegt þar á óvart.

Ibrahim Affelay og Gregory van der Wiel komust einnig ekki í 23-manna hópinn hjá nýja þjálfaranum Louis van Gaal.

"Þessir strákar eru allir að skipta um félag og hafa þess utan ekki verið að spila reglulega. Þess vegna eru þeir ekki í nógu góðu standi til þess að spila fyrir landsliðið," sagði Van Gaal klettharður.

Hollenski hópurinn:

Markverðir: Maarten Stekelenburg (AS Roma), Tim Krul (Newcastle United), Michel Vorm (Swansea City)

Varnarmenn: John Heitinga (Everton), Bruno Martins Indi (Feyenoord), Joris Mathijsen (Feyenoord), Ricardo van Rhijn (Ajax), Nick Viergever (AZ Alkmaar), Jetro Willems (PSV Eindhoven), Darryl Janmaat (Feyenoord), Ron Vlaar (Aston Villa).

Miðjumenn: Urby Emanuelson (AC Milan), Wesley Sneijder (Inter), Kevin Strootman (PSV Eindhoven), Jordy Clasie (Feyenoord), Leroy Fer (Twente).

Sóknarmenn: Bas Dost (VfL Wolfsburg), Klaas Jan Huntelaar (Schalke 04), Dirk Kuyt (Fenerbahce), Jeremain Lens (PSV Eindhoven), Luciano Narsingh (PSV Eindhoven), Robin van Persie (Manchester United), Arjen Robben (Bayern Münich).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×