Innlent

Góðgerðar æfing dagsins

BBI skrifar
Mynd/Anton Brink
Crossfit hreyfingin í Reykjanesbæ ætlar á morgun að láta gott af sér leiða um leið og hún hamast og lyftir þungum hlutum. Haldið verður sérstakt góðgerðar WOD (work of the day; æfing dagsins). Æfingin verður til styrktar FSMA félaginu á Íslandi og þátttökugjald verður 2.500 kr. sem rennur beint til félagsins.

Einn crossfit iðkandi ætlar að gera gott betur því hann hyggst hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn ásamt konu sinni Kristjönu Margréti, en hún er með SMA taugahrörnunarsjúkdóm og er bundin við hjólastól. Bjarni ætlar því að hlaupa með hana í þar til gerðum hlaupa hjólastól.

Í samtali við vef Víkurfrétta segir Kristjana „Hann er bara kominn í svo gott form að við ákváðum að taka þátt." Bjarni byrjaði í crossfit í upphafi árs og ætlar að hlaupa 10 km með Kristjönu.

Góðgerðaræfingin fer fram klukkan 17-19 hjá Crossfit Reykjanesbæ á Holtsgötu 52 í Njarðvík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×