Innlent

Brákaði rifbein í hjólaferð um landið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Þórhallsson hjólreiðamaður er á leiðinni um landið.
Róbert Þórhallsson hjólreiðamaður er á leiðinni um landið.
Félagarnir Róbert Þórhallsson og Baldvin Sigurðsson, sem eru að hjóla hringinn í kringum landið til að safna áheitum fyrir Styrktarfélaga krabbameinssjúkra barna, eru núna staddir á Akureyri. Þeir ætla að vera í Varmahlíð í kvöld og verða komnir til Reykjavíkur á laugardaginn.

Róbert segir í samtali við Vísi að ferðalagið hafi gengið vel en þó hafi ýmsar uppákomur orðið. Til dæmis stoppuðu þeir í Vík í Mýrdal fyrsta daginn en fengu enga gistingu þar sem allt var upppantað vegna upptöku á myndinni Noah, sem Russell Crowe og Jennifer Connelly leika í.

„Við létum okkur að góðu verða að sofa bara í bíl og vakna ekki alveg nógu endurnærðir," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann datt svo af hjóli þegar hann var að koma við Skaftafell og brákaði rifbein. „En fyrir utan þetta er þetta búið að ganga nokkuð vel," segir Róbert.

Þrátt fyrir að vera í Vík á sama tíma og kvikmyndatökur fóru fram urðu stjörnur myndarinnar ekki á vegi þeirra félaga.



Hér má sjá fésbókarsíðu ferðalagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×