Árið 2011 var mitt besta á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2012 09:30 Arnar Þór Viðarsson er hér til vinstri í búningi Cercle Brugge í leik gegn erkifjendunum og grönnunum í Club Brugge. Leikurinn fór fram í nóvember og hafði Club Brugge betur, 1-0. Mynd/Nordic Photos/Getty Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tímabili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er formaður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnudeildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinniÓhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykilmaður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það," segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistaratitilinn í vor. Þangað stefnum við." Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu„Það gekk á ýmsu fyrsta tímabilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott samband við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fastamaður í liðinu." Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til," segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur." Útskrifast sem þjálfari í vorArnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfaranám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor," segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfaramenntunar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður." Ekkert ritað í steinHann tekur þó öllu með hæfilegum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitthvað af sér í næstu viku og verður umsvifalaust sparkað út," sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein." Arnar er fjölskyldumaður. Hann á eiginkonu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingjusamur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri." Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Undanfarin misseri hefur lítið borið á Hafnfirðingnum Arnari Þór Viðarssyni í íslenskum fjölmiðlum þrátt fyrir að hann sé enn að spila af fullum krafti í sterkri atvinnumannadeild í Evrópu. Fimmtánda ár hans í atvinnumennskunni er nýhafið en hann segir við Fréttablaðið að árið 2011 hafi verið hans besta á ferlinum. Arnar lék síðast með íslenska landsliðinu árið 2007. Arnar samdi fyrst við belgíska liðið Lokeren árið 1997, en hann hefur lengst af haldið sig þar í landi og er nú á sínu fjórða tímabili hjá Cercle Brugge. Hann er uppalinn FH-ingur enda af mikilli FH-ætt. Faðir Arnars, Viðar Halldórsson, er formaður félagsins og föðurbróðirinn Jón Rúnar formaður knattspyrnudeildar. Bræður hans, Davíð Þór og Bjarni Þór, eru báðir atvinnumenn í knattspyrnu. Sáttir við stöðuna í deildinniÓhætt er að fullyrða að Arnar Þór sé í hópi leikreyndustu knattspyrnumanna Íslands í dag, en hann hefur síðustu ár verið lykilmaður í uppgangi Cercle Brugge. „Við erum nú í sjöunda sæti deildarinnar eftir nítján leiki og erum bara mjög sáttir við það," segir Arnar. „Við erum enn í baráttunni um að komast í umspil efstu sex liðanna um meistaratitilinn í vor. Þangað stefnum við." Arnar var alls hjá Lokeren í sjö ár eftir að hann fékk langtímasamning hjá liðinu árið 1998. Hann stoppaði svo í Hollandi í þrjú ár áður en hann samdi við Cercle Brugge. Spilar hverja einustu mínútu„Það gekk á ýmsu fyrsta tímabilið hjá Cercle og ég náði ekki að mynda nógu gott samband við þjálfarann. Svo kom nýr þjálfari og síðan þá hef ég verið fastamaður í liðinu." Til marks um það má nefna að Arnar hefur spilað í 90 mínútur í öllum nítján deildarleikjum liðsins til þessa á tímabilinu. „Árið 2011 var það besta á ferli mínum hingað til," segir hann. „Reynslan kemur með aldrinum og þá verður auðveldara að takast á við þær aðstæður sem geta komið upp í leikjum. Maður þekkir þetta orðið allt. Líkaminn er líka góður og mér líður vel. Með aldrinum áttar maður sig á því að ferlinum gæti lokið hvenær sem er – þá er um að gera að njóta þess að spila á meðan maður getur." Útskrifast sem þjálfari í vorArnar skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í vor en ef líkaminn verður enn í fínu standi að þeim tíma loknum mun hann spila áfram. Ef ekki mun hann líklega hefja störf sem þjálfari hjá liðinu. „Ég hef verið að sækja þjálfaranám hér í Belgíu og mun útskrifast með UEFA-A þjálfaragráðu í vor," segir hann, en það er næsthæsta stig þjálfaramenntunar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Þrátt fyrir það var hann ekki harðákveðinn í að fara út í þjálfun. „Ég ætlaði bara að fara í námið og sjá svo til. Staðan er þannig núna að mér líður mjög vel hjá Cercle og það er einnig ánægja með störf mín hjá félaginu. Það er litið á mig sem framtíðarmann í þjálfarateymi félagsins, fyrst um sinn sem aðstoðarmaður." Ekkert ritað í steinHann tekur þó öllu með hæfilegum fyrirvara. „Maður veit aldrei. Kannski gerir maður eitthvað af sér í næstu viku og verður umsvifalaust sparkað út," sagði hann í léttum dúr. „Það er ekkert ritað í stein." Arnar er fjölskyldumaður. Hann á eiginkonu og tvö börn, sjö ára stelpu og fjögurra ára strák, og líður mjög vel í Belgíu. „Ég er hamingjusamur ungur maður og okkur líður mjög vel. Við erum ekki á heimleið í bráð, sérstaklega ef maður fengi tækifæri í þjálfuninni hér úti. Það eru örugglega margir sem myndu borga góðan pening fyrir slíkt tækifæri."
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira