SønderjyskE og FC København gerðu 2-2 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í dag og voru tveir Íslendingar á skotskónum.
Eyjólfur Hédinsson kom SønderjyskE yfir með marki á 42. mínútu leiksins. Lasse Vibe, leikmaður SønderjyskE, kom síðan heimamönnum í 2-0 í byrjun síðari hálfleiks.
FC København gafst aldrei upp og náðu að minnka muninn fimmtán mínútum fyrir leikslok þegar Christian Bolaños skoraði ágætt mark.
Það var síðan Íslendingurinn Sölvi Geir Ottesen sem jafnaði metinn fyrir gestina fimm mínútum fyrir leiklok.
FC København er í efsta sæti deildarinnar með 63 stig en SønderjyskE er í 8. sæti með 40 stig.
SønderjyskE og FCK gerðu jafntefli | Eyjólfur og Sölvi á skotskónum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Gæti fengið átta milljarða króna
Formúla 1





Yamal tekur óhræddur við tíunni
Fótbolti

Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið
Íslenski boltinn