Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Elfsborg í Svíþjóð, verður frá keppni í 2-3 mánuði. Skúli Jón fékk þau skilaboð í gær að hann þyrfti að gangast undir aðgerð á mjöðm.
,,Frábær dagur að kveldi kominn, KR missir unninn leik niður í jafntefli og ákveðið var að ég fari í aðgerð á miðvikudag! #snilld #2-3mánuðir," skrifaði Skúli Jón á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.
Skúli Jón gekk til liðs við Elfsborg í lok mars frá Íslands- og bikarmeisturum KR. Elfsborg situr á toppi efstu deildar sænsku knattspyrnunnar eftir sjö umferðir. Liðið tekur á móti IFK Gautaborg í kvöld.
Skúli Jón frá keppni í 2-3 mánuði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
