Forréttindi að fæðast snemma á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2012 07:00 Mynd/Daníel Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri mætir Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins á morgun. Liðið, sem skipað er drengjum fæddum árið 1995, þykir afar efnilegt. Það varð Norðurlandameistari á Akureyri síðastliðið sumar þar sem Danir lágu í valnum í úrslitaleik 1-0. Ekki nóg með það heldur náði b-lið Íslands fjórða sæti í mótinu. Íslenska liðið vann riðil sinn í undankeppni EM í október þar sem mótherjarnir voru Grikkland og Sviss auk heimamanna í Ísrael. Sigur í milliriðli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM U17 liða sem fram fer í Slóveníu í maí. Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti 18 manna hóp sinn í síðustu viku. Þegar fæðingarmánuðir drengjanna eru skoðaðir kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Átta drengjanna eru fæddir í janúar eða febrúar og enginn þeirra í nóvember eða desember. Þá eiga fimmtán drengjanna eða 83 prósent þeirra afmæli á fyrri hluta ársins. Einn lykilmann vantar í íslenska liðið. Hafnfirðingurinn Þórður Jón Jóhannesson, sem er á mála hjá AGF í Danmörku líkt og tveir aðrir leikmenn liðsins, er frá vegna meiðsla. Þórður Jón er fæddur í janúar. Svipað hjá stelpunumU17 ára landslið kvenna náði frábærum árangri á síðasta ári. Liðið varð Norðurlandameistari í júlí í Finnlandi og spilaði síðar í mánuðinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi eftir að hafa svo gott sem rúllað upp undan- og milliriðlum sínum. Liðið hafnaði að lokum í fjórða sæti eftir töp gegn Spánverjum og Þýskalandi. Ef fæðingarmánuðir stúlknanna sem urðu Norðurlandameistarar og höfnuðu í fjórða sæti á EM eru skoðaðir kemur í ljós að svipað er uppi á teningnum og hjá drengjunum. Átta stúlknanna eru fæddar í janúar, febrúar eða mars en engin þeirra í október, nóvember eða desember. Alls eiga tólf stelpur eða 67 prósent þeirra afmæli á fyrri hluta ársins. Þeir "betri“ verða betri og þeir "lakari“ lakariMyndasafn KSÍÍ bókinni Outliers fjallar Malcolm Gladwell um það hvaða þættir hafa áhrif á hvort fólk nái eftirtektarverðum árangri í lífinu. Þar bendir Gladwell á hversu miklu máli skipti hvort krakkar séu fæddir 1. janúar eða 31. desember þegar kemur að árangri í íþróttum. Þar sem börn fædd snemma á árinu eru í flestum tilfellum líkamlega og andlega þroskaðri virðast þau við fyrstu sýn betri íþróttamenn en „jafnaldrar" þeirra fæddir síðar á árinu. Fyrir vikið geta þau gert meira, vekja meiri athygli, þjálfarar sýna þeim meiri áhuga og þau fá betri þjálfun. Á Íslandi birtist þessi staðreynd til dæmis þegar yngri flokkum er skipt í tvo eða fleiri hópa eftir styrkleika á æfingum. Samkvæmt Gladwell og þeim rannsóknum sem hann vitnar í vindur þetta upp á sig svipað og hvernig þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Í stað þess að yngri krakkarnir nái þeim eldri verður bilið alltaf breiðara. „Efnilegri" krakkarnir keppa stöðugt gegn sterkum andstæðingum, eru valdir í unglingalandslið og bæta sig hraðar en yngri krakkarnir. Fæðingardagur þeirra hefur áhrif á möguleika þeirra til að ná langt í íþróttinni. Íslenskar rannsóknir staðfesta fæðingardagsáhrifMyndasafn KSÍLýður Vignisson fékk staðfestingu á fæðingardagsáhrifum hér á landi í lokaverkefni sínu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. Hann tók saman upplýsingar um fæðingardag unglingalandsliðsmanna í knattspyrnu karla á árunum 1994-2000. Í ljós kom að 65 prósent landsliðsmannanna voru fæddir fyrri hluta ársins. Þá áttu tvöfalt fleiri afmæli fyrstu þrjá mánuði ársins en þá síðustu þrjá. Í BA-ritgerð Hrannars Leifssonar við Háskóla Íslands frá síðasta ári kemur fram að þeir knattspyrnuiðkendur sem fæddir eru fyrstu mánuði ársins eru mun líklegri til þess að skila sér upp í 2. flokk félaganna en þeir sem fæddir eru seint á árinu. Eftir því sem iðkendur verða eldri eru færri í hverjum flokki sem fæddir eru á síðasta ársfjórðungi (okt-des). Úr úrtaki Hrannars voru aðeins 14 prósent drengja og 12 prósent stúlkna í 2. flokki fædd á síðasta ársfjórðungi. Því eru fæðingardagsáhrifin ekki aðeins umhugsunarverð þegar kemur að möguleikum barna og unglinga að ná langt í sinni íþróttagrein. Einnig er áhyggjuefni ef iðkendur fæddir seint á árinu hrökklast fyrr úr íþróttum. Forvarnagildi íþrótta ætti að vera flestum ljós og varla þarf að hafa mörg orð um þau í samantekt þessari. Ekki öll nótt úti fyrir desemberbörninForeldrar barna fædd seint á árinu sem eru að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum þurfa þó ekki að örvænta. Rannsóknir Ashworth og Hendels frá árinu 2007 sýndu að atvinnumenn í Þýskalandi höfðu heilt yfir umtalsvert hærri tekjur en kollegar þeirra fæddir snemma á árinu. Aðalástæðuna telja þeir vera þá að núverandi flokkakerfi ýti undir brottfall leikmanna sem fæddir eru seint á árinu. Þeir fáu leikmenn sem halda út og komast í gegnum þetta misrétti þróa með sér hugarfar sigurvegarans og þeim eru allir vegir færir. kolbeinntumi@365.is Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. 19. mars 2012 07:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri mætir Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins á morgun. Liðið, sem skipað er drengjum fæddum árið 1995, þykir afar efnilegt. Það varð Norðurlandameistari á Akureyri síðastliðið sumar þar sem Danir lágu í valnum í úrslitaleik 1-0. Ekki nóg með það heldur náði b-lið Íslands fjórða sæti í mótinu. Íslenska liðið vann riðil sinn í undankeppni EM í október þar sem mótherjarnir voru Grikkland og Sviss auk heimamanna í Ísrael. Sigur í milliriðli tryggir liðinu sæti í úrslitakeppni EM U17 liða sem fram fer í Slóveníu í maí. Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti 18 manna hóp sinn í síðustu viku. Þegar fæðingarmánuðir drengjanna eru skoðaðir kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Átta drengjanna eru fæddir í janúar eða febrúar og enginn þeirra í nóvember eða desember. Þá eiga fimmtán drengjanna eða 83 prósent þeirra afmæli á fyrri hluta ársins. Einn lykilmann vantar í íslenska liðið. Hafnfirðingurinn Þórður Jón Jóhannesson, sem er á mála hjá AGF í Danmörku líkt og tveir aðrir leikmenn liðsins, er frá vegna meiðsla. Þórður Jón er fæddur í janúar. Svipað hjá stelpunumU17 ára landslið kvenna náði frábærum árangri á síðasta ári. Liðið varð Norðurlandameistari í júlí í Finnlandi og spilaði síðar í mánuðinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi eftir að hafa svo gott sem rúllað upp undan- og milliriðlum sínum. Liðið hafnaði að lokum í fjórða sæti eftir töp gegn Spánverjum og Þýskalandi. Ef fæðingarmánuðir stúlknanna sem urðu Norðurlandameistarar og höfnuðu í fjórða sæti á EM eru skoðaðir kemur í ljós að svipað er uppi á teningnum og hjá drengjunum. Átta stúlknanna eru fæddar í janúar, febrúar eða mars en engin þeirra í október, nóvember eða desember. Alls eiga tólf stelpur eða 67 prósent þeirra afmæli á fyrri hluta ársins. Þeir "betri“ verða betri og þeir "lakari“ lakariMyndasafn KSÍÍ bókinni Outliers fjallar Malcolm Gladwell um það hvaða þættir hafa áhrif á hvort fólk nái eftirtektarverðum árangri í lífinu. Þar bendir Gladwell á hversu miklu máli skipti hvort krakkar séu fæddir 1. janúar eða 31. desember þegar kemur að árangri í íþróttum. Þar sem börn fædd snemma á árinu eru í flestum tilfellum líkamlega og andlega þroskaðri virðast þau við fyrstu sýn betri íþróttamenn en „jafnaldrar" þeirra fæddir síðar á árinu. Fyrir vikið geta þau gert meira, vekja meiri athygli, þjálfarar sýna þeim meiri áhuga og þau fá betri þjálfun. Á Íslandi birtist þessi staðreynd til dæmis þegar yngri flokkum er skipt í tvo eða fleiri hópa eftir styrkleika á æfingum. Samkvæmt Gladwell og þeim rannsóknum sem hann vitnar í vindur þetta upp á sig svipað og hvernig þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Í stað þess að yngri krakkarnir nái þeim eldri verður bilið alltaf breiðara. „Efnilegri" krakkarnir keppa stöðugt gegn sterkum andstæðingum, eru valdir í unglingalandslið og bæta sig hraðar en yngri krakkarnir. Fæðingardagur þeirra hefur áhrif á möguleika þeirra til að ná langt í íþróttinni. Íslenskar rannsóknir staðfesta fæðingardagsáhrifMyndasafn KSÍLýður Vignisson fékk staðfestingu á fæðingardagsáhrifum hér á landi í lokaverkefni sínu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. Hann tók saman upplýsingar um fæðingardag unglingalandsliðsmanna í knattspyrnu karla á árunum 1994-2000. Í ljós kom að 65 prósent landsliðsmannanna voru fæddir fyrri hluta ársins. Þá áttu tvöfalt fleiri afmæli fyrstu þrjá mánuði ársins en þá síðustu þrjá. Í BA-ritgerð Hrannars Leifssonar við Háskóla Íslands frá síðasta ári kemur fram að þeir knattspyrnuiðkendur sem fæddir eru fyrstu mánuði ársins eru mun líklegri til þess að skila sér upp í 2. flokk félaganna en þeir sem fæddir eru seint á árinu. Eftir því sem iðkendur verða eldri eru færri í hverjum flokki sem fæddir eru á síðasta ársfjórðungi (okt-des). Úr úrtaki Hrannars voru aðeins 14 prósent drengja og 12 prósent stúlkna í 2. flokki fædd á síðasta ársfjórðungi. Því eru fæðingardagsáhrifin ekki aðeins umhugsunarverð þegar kemur að möguleikum barna og unglinga að ná langt í sinni íþróttagrein. Einnig er áhyggjuefni ef iðkendur fæddir seint á árinu hrökklast fyrr úr íþróttum. Forvarnagildi íþrótta ætti að vera flestum ljós og varla þarf að hafa mörg orð um þau í samantekt þessari. Ekki öll nótt úti fyrir desemberbörninForeldrar barna fædd seint á árinu sem eru að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum þurfa þó ekki að örvænta. Rannsóknir Ashworth og Hendels frá árinu 2007 sýndu að atvinnumenn í Þýskalandi höfðu heilt yfir umtalsvert hærri tekjur en kollegar þeirra fæddir snemma á árinu. Aðalástæðuna telja þeir vera þá að núverandi flokkakerfi ýti undir brottfall leikmanna sem fæddir eru seint á árinu. Þeir fáu leikmenn sem halda út og komast í gegnum þetta misrétti þróa með sér hugarfar sigurvegarans og þeim eru allir vegir færir. kolbeinntumi@365.is
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. 19. mars 2012 07:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. 19. mars 2012 07:30