Heimspekingar og vísindamenn munu berjast við ofurtölvurnar 26. nóvember 2012 17:12 HAL úr 2001: A Space Odyssey mynd/wikimedia Sérstakur verkefnahópur á vegum Cambridge-háskóla í Bretlandi mun verja hagsmuni mannkyns þegar ofurgreindar tölvur gera uppreisn. Þetta nýstárlega verkefni á rætur að rekja til Huw Price, prófessor í heimspeki við Cambridge. Hann hefur nú tekið sér sæti í hópnum en það hafa þeir Martin Rees, stjarneðlisfræðingur, og Jann Tallinn, stofnandi Skype, einnig gert. Hópurinn mun vinna að rannsóknum er varða gervigreind, loftslagsbreytingar og líftækni. Í fréttatilkynningu sem Cambridge birti á heimasíðu sinni í dag kemur fram að hópurinn muni greina hættur sem koma til með ógna tilvist mannkyns.Er framtíðin virkilega svo björt?„Hvað varðar gervigreind, þá er það sannarlega ekki langsótt hugmynd að ofursnjallar tölvur muni líta dagsins ljós á þessari öld eða næstu. Þannig eru það örlög greindarinnar að losna úr viðjum líffræðinnar," segir Price. Á þessu augnabliki munu vitsmunir mannsins lúta í lægra haldi fyrir tölvunum. En Price bendir engu að síður á að sem slíkar séu vélar ekki árásargjarnar, hvað þá meinfýsnar. „Samt sem áður er ekki víst hvort að hagsmunir mannkyns fari saman með hagsmunum vélanna." Gervigreind hefur lengi vel átt sinn stað í hugmyndaheimi vísindaskáldskaparins. Nægir að benda á tölvuna HAL í stórmynd Stanley Kubricks, 2001: A Space Odyssey. Price viðurkennir að hugmyndir sínar kunni að hljóma fjarstæðukenndar. Hann fullyrðir þó að hættan sé það mikil að ótækt sé að afskrifa hana. Þessi ógn fellst í auðlindum að mati Price. Þegar vélunum er gefið vald yfir aðföngum munu þær hagræða þeim svo að þær þjóni markmiðum sínum, ekki hagsmunum mannkyns. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Sérstakur verkefnahópur á vegum Cambridge-háskóla í Bretlandi mun verja hagsmuni mannkyns þegar ofurgreindar tölvur gera uppreisn. Þetta nýstárlega verkefni á rætur að rekja til Huw Price, prófessor í heimspeki við Cambridge. Hann hefur nú tekið sér sæti í hópnum en það hafa þeir Martin Rees, stjarneðlisfræðingur, og Jann Tallinn, stofnandi Skype, einnig gert. Hópurinn mun vinna að rannsóknum er varða gervigreind, loftslagsbreytingar og líftækni. Í fréttatilkynningu sem Cambridge birti á heimasíðu sinni í dag kemur fram að hópurinn muni greina hættur sem koma til með ógna tilvist mannkyns.Er framtíðin virkilega svo björt?„Hvað varðar gervigreind, þá er það sannarlega ekki langsótt hugmynd að ofursnjallar tölvur muni líta dagsins ljós á þessari öld eða næstu. Þannig eru það örlög greindarinnar að losna úr viðjum líffræðinnar," segir Price. Á þessu augnabliki munu vitsmunir mannsins lúta í lægra haldi fyrir tölvunum. En Price bendir engu að síður á að sem slíkar séu vélar ekki árásargjarnar, hvað þá meinfýsnar. „Samt sem áður er ekki víst hvort að hagsmunir mannkyns fari saman með hagsmunum vélanna." Gervigreind hefur lengi vel átt sinn stað í hugmyndaheimi vísindaskáldskaparins. Nægir að benda á tölvuna HAL í stórmynd Stanley Kubricks, 2001: A Space Odyssey. Price viðurkennir að hugmyndir sínar kunni að hljóma fjarstæðukenndar. Hann fullyrðir þó að hættan sé það mikil að ótækt sé að afskrifa hana. Þessi ógn fellst í auðlindum að mati Price. Þegar vélunum er gefið vald yfir aðföngum munu þær hagræða þeim svo að þær þjóni markmiðum sínum, ekki hagsmunum mannkyns.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira