Fótbolti

Eiður á leið til Belgíu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Samkvæmt frétt Het Niewsblad í dag mun Eiður Smári Guðjohnsen koma til Belgíu í dag þar sem hann mun svo gangast undir læknisskoðun hjá Cercle Brügge.

Eiður er sagður koma til Brussel í kvöld svo félagið geti hafið læknisskoðun á morgun. Hann var fyrst orðaður við félagið nú fyrr í vikunni.

Arnar Þór Viðarsson, fyrrum herbergisfélagi Eiðs Smára þegar þeir voru saman í íslenska landsliðinu, leikur með Cercle Brügge en félagið vann í gær sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar það vann Charleroi, 1-0.

Cercle Brügge er þó enn í botnsæti belgísku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig að loknum níu umferðum. Liðið hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir gærdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×