Fótbolti

Stuðningsmaður reyndi að kyrkja dómarann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ótrúlegt atvik átti sér stað í úkraínsku úrvalsdeildinni í gær þegar stuðningsmaður réðst inn á völlinn og réðst á annan aðstoðardómara leiksins.

Leikurinn fór fram í Odessa þar sem heimamenn í Chornomorets tóku á móti Metalist. Dómari leiksins, Dmitro Kutakov, gaf ellefu áminningar í leiknum og eitt rautt spjald.

Þegar dómararnir voru að ræða við þjálfara annars liðsins kom stuðningsmaður inn á völlinn og réðst á aðstoðardómara, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Þess má svo geta að leiknum lauk með 1-1 jafntefli en málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu og knattspyrnuyfirvöldum í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×