Gullmolinn Lewandowski Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. nóvember 2012 07:00 Ansi mörg félög vilja tryggja sér þjónustu Pólverjans Lewandowski enda hefur hann farið mikinn með Dortmund.nordicphotos/getty Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er leikur Real Madrid gegn Borussia Dortmund. Spánarmeistararnir berjast þar um efsta sæti D-riðilsins gegn þýska meistaraliðinu. Árangur þýska liðsins hefur vakið mikla athygli og sérstaklega þar sem liðið var nánast gjaldþrota árið 2004. Margar ástæður lágu þar að baki, en forsvarsmenn félagsins tóku mikla áhættu á leikmannamarkaðinum og gerðu risasamninga sem reyndist erfitt að standa við. Staða félagsins var það slæm árið 2004 að Dortmund fékk lánaða peninga frá forsvarsmönnum Bayern München, eða sem nemur 330 milljónum kr. Upphæðin sem Dortmund fékk að láni var aðeins dropi í hafið en félagið skuldaði á þessum tíma um 33 milljarða kr. Thomas Tress, fjármálastjóri þýska meistaraliðsins, kom til starfa hjá Dortmund þegar fjárhagur félagsins var í tómu tjóni. „Við lærðum af mistökunum. Það er ekki hægt að eyða peningum sem eru ekki til. Við getum ekki keppt við risalið á borð við Barcelona eða Bayern á markaðnum," sagði Tress í blaðaviðtali. Bestu leikmenn Dortmund eru ofarlega á innkaupalista stórliða í Evrópu. Framherjinn Robert Lewandowski er „gullmolinn" sem öll lið vilja fá í sínar raðir. Þessi 24 ára gamli Pólverji er með lausan samning árið 2014. Og það má búast við því hann verði seldur, jafnvel í janúar. Dortmund hafnaði rúmlega 3,2 milljarða kr. tilboði frá Man. United í Lewandowski s.l. sumar eða sem nemur 16 milljónum punda. Lewandowski hefur skorað 33 mörk fyrir Dortmund í 75 leikjum frá því hann kom til félagsins árið 2010 frá Poznan í Póllandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er leikur Real Madrid gegn Borussia Dortmund. Spánarmeistararnir berjast þar um efsta sæti D-riðilsins gegn þýska meistaraliðinu. Árangur þýska liðsins hefur vakið mikla athygli og sérstaklega þar sem liðið var nánast gjaldþrota árið 2004. Margar ástæður lágu þar að baki, en forsvarsmenn félagsins tóku mikla áhættu á leikmannamarkaðinum og gerðu risasamninga sem reyndist erfitt að standa við. Staða félagsins var það slæm árið 2004 að Dortmund fékk lánaða peninga frá forsvarsmönnum Bayern München, eða sem nemur 330 milljónum kr. Upphæðin sem Dortmund fékk að láni var aðeins dropi í hafið en félagið skuldaði á þessum tíma um 33 milljarða kr. Thomas Tress, fjármálastjóri þýska meistaraliðsins, kom til starfa hjá Dortmund þegar fjárhagur félagsins var í tómu tjóni. „Við lærðum af mistökunum. Það er ekki hægt að eyða peningum sem eru ekki til. Við getum ekki keppt við risalið á borð við Barcelona eða Bayern á markaðnum," sagði Tress í blaðaviðtali. Bestu leikmenn Dortmund eru ofarlega á innkaupalista stórliða í Evrópu. Framherjinn Robert Lewandowski er „gullmolinn" sem öll lið vilja fá í sínar raðir. Þessi 24 ára gamli Pólverji er með lausan samning árið 2014. Og það má búast við því hann verði seldur, jafnvel í janúar. Dortmund hafnaði rúmlega 3,2 milljarða kr. tilboði frá Man. United í Lewandowski s.l. sumar eða sem nemur 16 milljónum punda. Lewandowski hefur skorað 33 mörk fyrir Dortmund í 75 leikjum frá því hann kom til félagsins árið 2010 frá Poznan í Póllandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira