Enski boltinn

Phil Jones frá í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Phil Jones, leikmaður Manchester United, verður enn lengur frá keppni eftir að hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu.

Jones spilaði ekkert með United á undirbúningstímabilinu né heldur í fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni vegna bakmeiðsla.

Hann meiddist hins vegar á hné á æfingu með United og verður frá næstu 6-8 vikurnar.

Jones er 20 ára gamall og kom til United frá Blackburn fyrir rúmu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×